Menning

Innblásin af tónskáldinu Biber

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Fiðluleikararir Gabriel Grosbard og Marie Rouquié eru helmingur kvartettsins Corpo di Strumenti.
Fiðluleikararir Gabriel Grosbard og Marie Rouquié eru helmingur kvartettsins Corpo di Strumenti.
Flytjendur á tónleikum í Akureyrarkirkju á sunnudaginn eru fiðluleikararnir Marie Rouquié og Gabriel Grosbard, sellóleikarinn Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir og virginalistinn Joseph Rassam. Þau kalla sig Corpo di Strumenti og munu leika fiðlusónötur tékknesk-austurríska tónskáldsins Heinrich Ignaz Franz von Biber.

Gabriel, Marie, Joseph og Steinunn eru öll búsett í Frakklandi. Þau komu úr tveimur áttum, frá Lyon og París, og sameinuðust á orgelverkstæði í Alsace til að kljást við fiðlusónötur Bibers. Síðan hafa þau leikið þær í þrígang austast og vestast í Frakklandi og nú liggur leið þeirra um Ísland áður en Frakklandsævintýrið heldur áfram.

Tónleikarnir á sunnudaginn eru þeir síðustu í röðinni Sumartónleikar í Akureyrarkirkju og hefjast klukkan 17.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.