Leyfi veitt fyrir tvær hænur á Njálsgötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Íbúinn á Njálsgötu sem fékk leyfi til að halda tvær hænur er enn ekki kominn með þær á staðinn. Vísir/Stefán „Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
„Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira