Leyfi veitt fyrir tvær hænur á Njálsgötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Íbúinn á Njálsgötu sem fékk leyfi til að halda tvær hænur er enn ekki kominn með þær á staðinn. Vísir/Stefán „Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana. Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira
„Þetta er ánægjulegt,“ segir Sari Maarit Cedergren, íbúi á Njálsgötu, sem fyrst Reykvíkinga fær leyfi til halda hænur í garði sínum samkvæmt samþykkt um hænsnahald frá því í fyrrahaust. Sari segist ekki enn komin með hænur enda hafi hún fyrst viljað fá leyfi fyrir þeim tveimur hænum sem hún vilji halda. Nú geti hún farið að huga að smíði hænsnakofa. Með samþykktinni frá því í september í fyrra má halda fjórar hænur á hverri lóð en hönum er eftir sem áður úthýst úr þéttbýlinu utan landbúnaðarsvæða í Reykjavík. „Við höfum verið að vinna að því að gera borgarbúum kleift að fá sér hænur ef þeir kjósa,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður heilbrigðisnefndar Reykjavíkur sem samþykkti umsókn Sari síðdegis á þriðjudag. Aðspurð hvort ákvörðunin hafi verið erfið segir Heiða svo ekki vera enda hafi umsóknin uppfyllt alla skilmála. Þar á meðal hafi fylgt samþykki nágranna á öllum fjórum aðliggjandi lóðum. „Þetta lá nokkuð ljóst fyrir,“ segir hún.Heiða Björg HilmisdóttirAð sögn Heiðu er reyndar ekki fylgst sérstaklega með því hvort fólk haldi hænur í görðum sínum. „Við höfum ekki verið að stunda eftirlit með því hvort fólk sé með hænur en vonum að ef fólk er með hænur þá sæki það um leyfi. Við viljum hugsa um hag allra; bæði þeirra sem langar að hafa hænur og þeirra sem búa nálægt,“ segir hún. Umsókn Sari er fyrsta og eina umsóknin sem hefur borist frá því Samþykkt um hænsnahald tók gildi. Heiða segir marga þó hafa sýnt áhuga og að hún eigi von á að umsóknum fjölgi núna í sumar. Hún kveður hænsnaræktendur áhugasama um málið og að þeim sé annt um að íslenskar hænur verði fyrir valinu. „Hver veit nema þetta verði litríkar landnámshænur í öllum görðum?“ segir formaður heilbrigðisnefndar.Stiklur úr Samþykkt um hænsnahaldMeð umsókn skal fylgja skriflegt samþykki nágranna sem eiga aðliggjandi lóðir. Ef um fjöleignarhús er að ræða skal að auki liggja fyrir samþykki sameigenda.Lausaganga hænsna er með öllu óheimil og ber hænsnaeigandi fulla vörsluskyldu. Hænsnaeigandi er að öllu leyti ábyrgur fyrir hænsnum sínum og ber að koma í veg fyrir að hænsnahaldið valdi ónæði í umhverfinu, svo sem vegna hávaða, ólyktar og hvers konar óþrifnaðar. Sleppi hæna frá eiganda eða umráðamanni skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hana. Hænur í lausagöngu skal færa í geymslu á vegum Reykjavíkurborgar. Ef hænu er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa henni til nýs eiganda eða selja hana fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hún aflífuð.Leyfilegt er að halda allt að 4 hænur á hverri lóð. Óheimilt með öllu er að halda hana.
Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Fleiri fréttir Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðarvíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Sjá meira