Óvissa meðal sjúklinga út af verkfalli Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:30 Fyrsti dagur verkfalls hjúkrunarfræðinga var í gær en um 2.100 hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli. Veittar hafa verið undanþágur fyrir um 500 starfsígildi meðan á verkfalli stendur til að sinna brýnustu þörf. Það var mikill erill á deild 12E á Landspítalanum þegar Fréttablaðið leit þar við í gær. Deildin er hjarta-, lungna- og augnskurðdeild en flestir sjúklingar þar eru hjarta- og lungnasjúklingar. Kolbrún GísladóttirBitnar verst á þeim sem bíða Ríflega helmingur deildarinnar er lokaður meðan á verkfalli stendur og í gær var búið að fresta tveimur stórum aðgerðum og tveimur verður frestað í dag. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir Kolbrún Gísladóttir, deildarstjóri 12E. Ásamt henni eru á vakt þennan fyrsta verkfallsdag þrír hjúkrunarfræðingar og einn þeirra á sérstakri undanþágu en miðað er við að tveir séu að störfum meðan á verkfalli stendur. Fleiri sjúkraliðar eru að störfum en vanalega en þeir mega ekki sinna störfum hjúkrunarfræðinga, eins og að gefa lyf, sáraskiptingum eða sjá einir um umönnun mikið veikra sjúklinga, að sögn Kolbrúnar. „En auðvitað bitnar ástandið mest á þeim sem bíða heima. Biðlistinn lengist og þetta er fólk sem er að bíða eftir hjartaaðgerð eða lungnaaðgerðum með krabbamein. Sumir eru komnir yfir þær „kríteríur“ á biðtíma sem við viljum vera með,“ segir Kolbrún. Mikið álag „Þeir sem liggja hér inni fá þá þjónustu sem þeir þurfa en öðruvísi umönnun, það eru fleiri sjúkraliðar núna af öðrum deildum sem eru lokaðar en þeir sinna ekki störfum hjúkrunarfræðinga og það er því mikið álag á þeim hjúkrunarfræðingum sem eru á vakt.“ Kolbrún segir erfitt að hringja í fólk sem átti að koma í aðgerð og segja því að þurft hafi að fresta henni. „Þetta verður alvarlegra eftir því sem tíminn líður, allt þetta fólk þarf að komast í aðgerð. Svo koma sumarfríin og þá er líka minna gert en á veturna því þá fer starfsfólk í sumarfrí,“ segir Kolbrún og síminn hringir. Nóg að gera Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa í nægu að snúastVÍSIR/VILHELMReyna að tryggja öryggi Það er greinilega í mörg horn að líta. Þar sem Kolbrún er deildarstjóri ber hún ábyrgð á því að öryggi sjúklinga sé tryggt og þarf að fara fram á undanþágur til þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa telji hún öryggi sjúklinga ógnað. Undanþágan er þá afgreidd af sérstakri undanþágunefnd sem metur hvort þörf sé á henni. Á ganginum hittum við fyrir annan hjúkrunarfræðing sem er á hlaupum á milli herbergja sjúklinga. „Við þurfum að fylgjast með öryggi sjúklinganna og maður gerir sitt besta í að tryggja það,“ segir Ásta Júlía Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún segist skynja óöryggi meðal sjúklinga með ástandið. „En við reynum að segja þeim að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Við pössum upp á að öryggi þeirra verði ekki stefnt í voða og vonandi tekst það,“ segir Ásta. Hún segir vakt dagsins hafa gengið ágætlega þó vissulega hafi hún verið annasöm. Um morguninn hafi þó stefnt í það að vaktin yrði mun annasamari þar sem færa átti tvo sjúklinga af gjörgæslu yfir á deildina til þeirra. Það varð þó ekki úr vegna þess að þeir voru of veikir til að fara af gjörgæslu. Reyna að halda ró sinni „Þetta býr til spennu í umhverfinu, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum, en það reyna samt allir að halda ró sinni,“ segir Ásta og tekur fram að ástandið á deildinni geti breyst mjög hratt. Þar geti komið inn sjúklingar sem þurfi á bráðri aðstoð að halda. „Ef það kemur eitthvað brátt inn þá þarf að bregðast við því. Þetta er mjög eldfimt og reynir á ástandið,“ segir Ásta sem er þó bjartsýn á að samningar náist. „Það nást samningar en við vitum ekki hvenær og ég er ekki bjartsýn á að það náist samningar strax. Ég hef áhyggjur af því að þessi spítali þolir ekki langa bið, það gengur ekki í langan tíma. Kannski nokkra daga en þá er þolmörkum örugglega náð,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Fyrsti dagur verkfalls hjúkrunarfræðinga var í gær en um 2.100 hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli. Veittar hafa verið undanþágur fyrir um 500 starfsígildi meðan á verkfalli stendur til að sinna brýnustu þörf. Það var mikill erill á deild 12E á Landspítalanum þegar Fréttablaðið leit þar við í gær. Deildin er hjarta-, lungna- og augnskurðdeild en flestir sjúklingar þar eru hjarta- og lungnasjúklingar. Kolbrún GísladóttirBitnar verst á þeim sem bíða Ríflega helmingur deildarinnar er lokaður meðan á verkfalli stendur og í gær var búið að fresta tveimur stórum aðgerðum og tveimur verður frestað í dag. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru að bíða eftir aðgerð,“ segir Kolbrún Gísladóttir, deildarstjóri 12E. Ásamt henni eru á vakt þennan fyrsta verkfallsdag þrír hjúkrunarfræðingar og einn þeirra á sérstakri undanþágu en miðað er við að tveir séu að störfum meðan á verkfalli stendur. Fleiri sjúkraliðar eru að störfum en vanalega en þeir mega ekki sinna störfum hjúkrunarfræðinga, eins og að gefa lyf, sáraskiptingum eða sjá einir um umönnun mikið veikra sjúklinga, að sögn Kolbrúnar. „En auðvitað bitnar ástandið mest á þeim sem bíða heima. Biðlistinn lengist og þetta er fólk sem er að bíða eftir hjartaaðgerð eða lungnaaðgerðum með krabbamein. Sumir eru komnir yfir þær „kríteríur“ á biðtíma sem við viljum vera með,“ segir Kolbrún. Mikið álag „Þeir sem liggja hér inni fá þá þjónustu sem þeir þurfa en öðruvísi umönnun, það eru fleiri sjúkraliðar núna af öðrum deildum sem eru lokaðar en þeir sinna ekki störfum hjúkrunarfræðinga og það er því mikið álag á þeim hjúkrunarfræðingum sem eru á vakt.“ Kolbrún segir erfitt að hringja í fólk sem átti að koma í aðgerð og segja því að þurft hafi að fresta henni. „Þetta verður alvarlegra eftir því sem tíminn líður, allt þetta fólk þarf að komast í aðgerð. Svo koma sumarfríin og þá er líka minna gert en á veturna því þá fer starfsfólk í sumarfrí,“ segir Kolbrún og síminn hringir. Nóg að gera Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar hafa í nægu að snúastVÍSIR/VILHELMReyna að tryggja öryggi Það er greinilega í mörg horn að líta. Þar sem Kolbrún er deildarstjóri ber hún ábyrgð á því að öryggi sjúklinga sé tryggt og þarf að fara fram á undanþágur til þess að fá fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa telji hún öryggi sjúklinga ógnað. Undanþágan er þá afgreidd af sérstakri undanþágunefnd sem metur hvort þörf sé á henni. Á ganginum hittum við fyrir annan hjúkrunarfræðing sem er á hlaupum á milli herbergja sjúklinga. „Við þurfum að fylgjast með öryggi sjúklinganna og maður gerir sitt besta í að tryggja það,“ segir Ásta Júlía Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur. Hún segist skynja óöryggi meðal sjúklinga með ástandið. „En við reynum að segja þeim að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur. Við pössum upp á að öryggi þeirra verði ekki stefnt í voða og vonandi tekst það,“ segir Ásta. Hún segir vakt dagsins hafa gengið ágætlega þó vissulega hafi hún verið annasöm. Um morguninn hafi þó stefnt í það að vaktin yrði mun annasamari þar sem færa átti tvo sjúklinga af gjörgæslu yfir á deildina til þeirra. Það varð þó ekki úr vegna þess að þeir voru of veikir til að fara af gjörgæslu. Reyna að halda ró sinni „Þetta býr til spennu í umhverfinu, bæði hjá sjúklingum og starfsmönnum, en það reyna samt allir að halda ró sinni,“ segir Ásta og tekur fram að ástandið á deildinni geti breyst mjög hratt. Þar geti komið inn sjúklingar sem þurfi á bráðri aðstoð að halda. „Ef það kemur eitthvað brátt inn þá þarf að bregðast við því. Þetta er mjög eldfimt og reynir á ástandið,“ segir Ásta sem er þó bjartsýn á að samningar náist. „Það nást samningar en við vitum ekki hvenær og ég er ekki bjartsýn á að það náist samningar strax. Ég hef áhyggjur af því að þessi spítali þolir ekki langa bið, það gengur ekki í langan tíma. Kannski nokkra daga en þá er þolmörkum örugglega náð,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira