Sjúkraliðar styðja baráttu stétta fyrir bættum kjörum Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Sjá meira
Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun