Sigmundur kallar aðalskipulag borgarinnar græðgisvæðingu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. nóvember 2015 16:02 Sigmundur ætlar ekki friða flugvöllinn en segist sannarlega ekki ganga í takt við stefnu borgarinnar. vísir/valli „Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Maður ætti kannski að velta þessu fyrir sér, vissulega er Reykjavíkurflugvöllur stríðsminjar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um fyrirspurn Heiðu Kristínar Helgadóttur, þingkonu Bjartrar framtíðar, um hvort til standi að friða flugvöllinn í Vatnsmýri. Sigmundur sagðist ekki reikna með því að friða landsvæðið sem flugvöllurinn í Vatnsmýri er á, eða byggingar á flugvallarsvæðinu, nái breyting á lögum um menningarminjar fram að ganga á þessu þingi. „En ég skal hugleiða þetta í framhaldi af ábendingum háttvirts þingmanns,“ bætti hann svo við. Forsætisráðherrann sagðist heldur ekki sjá fyrir sér taka byggingar á svæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, eignarnámi. Benti hann á að stór hluti landsvæðisins væri nú þegar í eigu ríkisins. Heiða Kristín spurði ráðherrann einnig að því hvort hann gengi ekki í takt við stefnu og strauma sem Reykjavíkurborg fylgdi. Sigmundur svaraði afdráttarlaust. „Ég get svo sannarlega, virðulegur forseti, staðfest það að ég geng ekki í takt við þá stefnu sem borgin hefur innleitt,“ sagði hann og hélt áfram: „Menn hafa nú mikið notað orðið græðgisvæðing í íslenskri þjóðmálaumræðu varðar aðdraganda efnahagshrunsins og ég veit ekki hvað ég get kallað það annað en græðgisvæðingu þegar borgaryfirvöld reka stefnu sem að beinlínis ýtir undir þenslu í mjög afmörkuðu hluta borgarinnar, hér miðsvæðis. Ýtir undir það að hið gamla og smá víki og í staðin komi sem flestir og ódýrastir fermetrar þar sem loftið gengur kaupum og sölum fram og til baka og stöðugt er lagt ofan á það hærra og hærra gjald og vonast eftir fleiri og fleiri fermetrum þannig að á endanum er borgin í rauninni að útdeila gríðarlegum verðmætum, gríðarlegum verðmætum til þeirra sem eru reiðubúnir að ganga mest á byggðina sem fyrir er.“ „Það er stefna sem ég mun ekki ganga í takt við, virðulegur forseti, þannig að það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að árétta það hér eftir fyrirspurn háttvirts þingmanns,“ sagði forsætisráðherrann.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira