Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 12:03 Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, kom að þeim hluta rannsóknarinnar sem sneri að Íslandi. Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt. Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt.
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira