Karlar í aðalhlutverki og konur í aukahlutverki í fréttum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. nóvember 2015 12:03 Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði, kom að þeim hluta rannsóknarinnar sem sneri að Íslandi. Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Konur eru um fjórðungur þeirra sem fjallað er um eða talað við í fréttum heimspressunnar, en karlar þrisvar sinnum fleiri. Hér á landi er hlutfall kvenna í fréttum nokkuð lægra en annars staðar á Norðurlöndunum eða 20 prósent á móti 23-31 prósent. Þetta eru niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar rannsóknar, Global Media Monitoring Project (GMMP) sem kynnt var í dag. í fréttatilkynningu frá Valgerði Jóhannsdóttur og Þorgerði Einarsdóttur, sem stóðu að Íslandshluta rannsóknarinnar, kemur fram að helstu fréttamiðlar í 114 löndum hafi verið vaktaðir þann 25. mars síðastliðinn. M.a. var kannað hversu oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér. GMMP er umfangsmesta og langlífasta rannsókn á hlut karla og kvenna í fréttum og hefur verið gerð á 5 ára fresti síðan 1995. Ísland tók nú fullan þátt í annað skipti. Greindar voru fréttir í RÚV útvarpi og sjónvarpi, Stöð 2, Bylgjunni, Morgunblaðinu, Fréttablaðinu og í netmiðlunum dv.is, eyjan/pressan.is, kjarninn.is, mbl.is, rúv.is og Vísir.is. Helstu niðurstöður má sjá hér að neðan en þær verða til umfjöllunar á Jafnréttisþingi 2015 sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica á miðvikudag. Konur voru 20% þeirra sem talað er við eða fjallað um fréttum hér á landi, en karlar 80%. Hlutur kvenna í fréttum er talsvert lægri en það var í rannsókn GMMP sem gerð var 2010. Hlutfallið er líka nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum. Konur voru 23% þeirra sem rætt var við eða fjallað um í Danmörku, 24% í Noregi, 27% í Finnlandi og 31% í Svíþjóð. Tæpur þriðjungur (31%) fréttanna í íslensku fréttamiðlum var fluttur eða skrifaður af konum og 69% af körlum. Fréttakonur flytja samkvæmt því hlutfallslega færri fréttir hér á landi en að jafnaði í þeim 114 löndum sem könnunin náði til en í heild eru samsvarandi hlutföll 37% konur og 63% karlar.Í Finnlandi voru 44% fréttanna skrifaðar eða fluttar af fréttakonum, í Danmörku 32% og í Noregi og Svíþjóð 35%.Fréttakonur á íslenskum fjölmiðlum voru mun líklegri en fréttakarlar til að tala við eða fjalla um konur.Í þriðjungi frétta (33%) eftir konur var talað við eða fjallað um konur en í 8% frétta eftir karla. GMMP rannsóknir hafa bent til þess að konur væru fremur umfjöllunarefni eða viðmælendur í fréttum um t.d. dægurmál, heilbrigðis- eða félagsmál, en síður í því sem gjarnan eru kallaðar „harðar fréttir“, eins og pólitík, efnahagsmál, og glæpir og afbrot. Ekki fundust skýrar vísbendingar um það í íslensku fréttunum. Konur voru t.d. viðmælendur í ríflega 30% frétta um efnahagsmál og í rúmlega 20% frétta um pólitík eða í meira mæli en ætla mætti út frá heildarfjölda þeirra í fréttum almennt. Ekki var heldur að sjá að fréttakonur hér á landi fjölluðu síður um „hörð“ mál en fréttakarlar. Þannig segja/skrifa fréttakonur 42% fréttanna um pólitík þótt þær séu mun færri en karlarnir.Niðurstöðurnar verða kynntar nánar á Jafnréttisþingi 2015, sem haldið verður miðvikudaginn 25. nóvember 2015 á Hilton Reykjavík NordicaKlukkan 17:30 að íslenskum tíma verður fréttamannafundur í höfuðstöðvum Sameinuðu Þjóðanna í New York á vegum UN Women þar sem niðurstöður GMMP fjölmiðlavöktunarinnar verða kynntar og ræddar. Uppfært klukkan 13:40Í tilkynningunni var Vísir ekki nefndur sem miðill sem rannsóknin náði til. Það hefur nú verið leiðrétt.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira