Erlent

Pútín vill samstilltar aðgerðir gegn Íslamska ríkinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Obama og Pútín hafa ekki fundað í hartnær ár.
Obama og Pútín hafa ekki fundað í hartnær ár. vísir/getty
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur kallað eftir samstilltum aðgerðum gegn Íslamska ríkinu í Sýrlandi. Pútín ítrekaði við sama tækifæri stuðning sinn við Bashar al-Assad og stjórn hans, en uppreisnarmenn og leiðtogar Vesturlanda hafa krafist þess að hann fari frá völdum.

Málið verður til umræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem Pútín mun ávarpa þingið í fyrsta sinn í áratug í dag. Þá verður málið rætt á sjaldgæfum fundi Pútíns með Obama sem einnig fer fram í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×