Erlent

Cameron hafnar ásökunum Ashcroft lávarðs

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
David Cameron forsætisráðhera Breta.
David Cameron forsætisráðhera Breta. Vísir/Getty
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur í fyrsta sinn opinberlega neitað ásökunum sem fram koma í nýrri bók Ashcroft lávarðs, sem meðal annars sagði að ráðherrann hafi sett kynfæri í munn dauðs svíns á námsárum sínum.

Greint var frá efni bókarinnar, sem er enn óútkomin, í breska blaðinu Daily Mail fyrir um viku síðan.

Cameron segir að hver sem er sjái í gegnum ásakanirnar og sjái hvers vegna bókin hafi verið skrifuð; en Ashcroft viðurkennir sjálfur að vera í nöp við forsætisráðherrann, sem að sögn, hafði lofað honum mikilvægu embætti að loknum síðustu kosningum, en ekki staðið við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×