Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2015 20:23 Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri 641.is, og Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar. Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sendi héraðsmiðli í sveitarfélaginu, netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri lítur þetta alvarlegum augum og túlkar spurningarnar sem þöggunartilburði meirihlutans. Forsaga málsins er sú að vefmiðillinn 641.is sendi meirihluta Þingeyjarsveitar spurningar varðandi framkvæmdir í skólamálum sveitarfélagsins. Til stendur að loka einni skóladeild í sveitarfélaginu og flytja allt grunnskólanám að Þingeyjarskóla úr Litlulaugaskóla.Deilt um lokun Þingeyjarskóla Mikill hiti hefur verið í Þingeyjarsveit vegna lokunar Litlulaugaskóla og hefur grunnskólakennurum nokkrum verið sent bréf þar sem þeir geta átt von á uppsögn vegna þess að þeir eru taldir lakari kennarar en aðrir. Því hefur málið allt saman verið mjög viðkvæmt í sveitarfélaginu og vefurinn 641.is hefur greint frá óánægju íbúa með ráðahag stjórnarinnar. Meirihluti sveitarstjórnar svaraði spurningum vefmiðilsins, sem er eini héraðsmiðillinn í Þingeyjarsveit eingöngu. Meirihluti sveitarstjórnar lét ekki þar við sitja heldur spurði í framhaldinu þriggja spurninga. 1. Er 641.is netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er 641.is málgagn T-listans (minnihlutans, innskot blaðamanns) og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er 641.is áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans?Tekur spurningarnar alvarlega Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri vefmiðilsins, tekur þessar spurningar alvarlega. „Það er grafalvarlegt ef sitjandi meirihluti og stjórnvald í Þingeyjarsveit bregst svona við spurningum héraðsmiðils. Að mínu mati er um þöggunartilburði meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Ég hefði talið það til tekna fyrir sveitarfélagið að hafa gagnrýninn héraðsmiðil á þessu litla svæði. Þetta upphlaup meirihlutans er ekki gott fyrir lýðræðið og það er alvarlegt ef stjórnmálamenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á fréttaskrif. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og mikilvægt lýðræðinu og mér finnst leitt ef mér eru gerðar upp skoðanir eins og er gert í bréfi meirihlutans,“ segir Hermann. Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, segir það ekki skipta máli hvað honum finnist um vefmiðilinn 641.is heldur skipti máli hvað lesendum finnist. Ástæður þess að meirihlutinn hafi sent þarna spurningar til héraðsmiðilsins væru einfaldar. „Það er nú bara þannig að hann sendi okkur spurningar fyrst og við svöruðum honum. Í framhaldinu spurðum við bara ritstjórann til að glöggva okkur á fréttamat og stefnu miðilsins. Ég vísa því alfarið á bug að hér sé um einhverja þöggunartilburði að ræða,“ segir Arnór. Í niðurlagi bréfs meirihlutans segir orðrétt:„Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð.“ Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira
Meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sendi héraðsmiðli í sveitarfélaginu, netmiðlinum 641.is þrjár spurningar þar sem spurt er hvort miðillinn gangi hagsmuna einhverra eða sé stýrt af geðþótta og eða skoðunum ritstjóra og sé þar af leiðandi hans eigin áróðursblogg. Hermann Aðalsteinsson ritstjóri lítur þetta alvarlegum augum og túlkar spurningarnar sem þöggunartilburði meirihlutans. Forsaga málsins er sú að vefmiðillinn 641.is sendi meirihluta Þingeyjarsveitar spurningar varðandi framkvæmdir í skólamálum sveitarfélagsins. Til stendur að loka einni skóladeild í sveitarfélaginu og flytja allt grunnskólanám að Þingeyjarskóla úr Litlulaugaskóla.Deilt um lokun Þingeyjarskóla Mikill hiti hefur verið í Þingeyjarsveit vegna lokunar Litlulaugaskóla og hefur grunnskólakennurum nokkrum verið sent bréf þar sem þeir geta átt von á uppsögn vegna þess að þeir eru taldir lakari kennarar en aðrir. Því hefur málið allt saman verið mjög viðkvæmt í sveitarfélaginu og vefurinn 641.is hefur greint frá óánægju íbúa með ráðahag stjórnarinnar. Meirihluti sveitarstjórnar svaraði spurningum vefmiðilsins, sem er eini héraðsmiðillinn í Þingeyjarsveit eingöngu. Meirihluti sveitarstjórnar lét ekki þar við sitja heldur spurði í framhaldinu þriggja spurninga. 1. Er 641.is netmiðill sem flytur fréttir úr héraði? 2. Er 641.is málgagn T-listans (minnihlutans, innskot blaðamanns) og eða þeirra sem ekki eru sammála stefnu meirihluta sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar? 3. Er 641.is áróðursblogg sem þjónar og mótast af persónulegum skoðunum eigandans?Tekur spurningarnar alvarlega Hermann Aðalsteinsson, ritstjóri vefmiðilsins, tekur þessar spurningar alvarlega. „Það er grafalvarlegt ef sitjandi meirihluti og stjórnvald í Þingeyjarsveit bregst svona við spurningum héraðsmiðils. Að mínu mati er um þöggunartilburði meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Ég hefði talið það til tekna fyrir sveitarfélagið að hafa gagnrýninn héraðsmiðil á þessu litla svæði. Þetta upphlaup meirihlutans er ekki gott fyrir lýðræðið og það er alvarlegt ef stjórnmálamenn reyna með þessum hætti að hafa áhrif á fréttaskrif. Fjölmiðlar eru fjórða valdið og mikilvægt lýðræðinu og mér finnst leitt ef mér eru gerðar upp skoðanir eins og er gert í bréfi meirihlutans,“ segir Hermann. Arnór Benónýsson, oddviti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, segir það ekki skipta máli hvað honum finnist um vefmiðilinn 641.is heldur skipti máli hvað lesendum finnist. Ástæður þess að meirihlutinn hafi sent þarna spurningar til héraðsmiðilsins væru einfaldar. „Það er nú bara þannig að hann sendi okkur spurningar fyrst og við svöruðum honum. Í framhaldinu spurðum við bara ritstjórann til að glöggva okkur á fréttamat og stefnu miðilsins. Ég vísa því alfarið á bug að hér sé um einhverja þöggunartilburði að ræða,“ segir Arnór. Í niðurlagi bréfs meirihlutans segir orðrétt:„Jafn gott og mikilvægt og það er að hafa fréttamiðil í sveitarfélaginu sem þjónar hagsmunum íbúanna þá er því miður ekki hægt að líta á miðil sem fréttamiðil sem flytur bara einhliða fréttir. Það eru ekki hagsmunir íbúa að fá að vita hlutina út frá afstöðu einstakra hópa. Öll höfum við gott af gagnrýni en gagnrýni sem er einhliða getur ekki þjónað hagsmunum íbúa, íbúar eiga skilið að vita báðar hliðar. Allir eru frjálsir að skoðunum sínum og gott að sem flest sjónarmið komi fram. Það er vont þegar aðilar sigla undir fölsku flaggi. Ef um persónulegar skoðanir er að ræða hjá 641 þá væri best að miðillinn héti réttu nafni „bloggmiðill Hermanns“. Ef miðillinn er að þjóna einhverjum sérstökum hópi þá væri best að hann héti eftir þeim hópi. Ef miðillinn trúir því í alvöru að hann sé að flytja okkur óhlutbundnar fréttir þá er það okkar skoðun að það vanti talsvert þar uppá og við biðjum um að menn vandi vinnubrögð.“
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Sjá meira