Innlent

Kattaeigendur styðja síður ríkisstjórnina

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi, eða um 39 prósent.
Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi, eða um 39 prósent. vísir/gva/getty
Gæludýr eru á minnihluta heimila á Íslandi samkvæmt nýlegri könnun MMR. Af rúmlega þúsund aðspurðum sögðust 61 prósent ekki vera með gæludýr á heimilinu.

Hundar og kettir eru algengust á heimilum á Íslandi. Alls sögðu tuttugu prósent að hundur væri á heimilinu og átján prósent að köttur væri á heimilinu.

Spurt var um afstöðu gæludýraeigenda til ríkisstjórnarinnar. Þeir sem studdu ríkisstjórnina voru líklegri til að búa á heimili með hundi, eða 28 prósent, en þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina, eða 17 prósent. Aftur á móti voru þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina líklegri til að búa á heimili með ketti, 19 prósent, en þeir sem studdu ríkisstjórnina, eða 13 prósent.

Þeir sem sögðust styðja Framsóknarflokkinn voru hefðbundnari í vali á gæludýrum en stuðningsfólk annarra flokka. Enginn þeirra sem studdi Framsóknarflokkinn sagðist búa á heimili þar sem væru önnur gæludýr en hundar og kettir.

Könnunin var gerð dagana 16 .- 21. apríl. Alls tóku 1001 þátt í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×