Páll segir Illuga eiga að segja af sér Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. maí 2015 07:00 Páll Magnússon telur Illuga Gunnarsson hafa orðið uppvísan að pólitískri spillingu. Vísir/GVA Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Páll Magnússon, fyrrum útvarpsstjóri, telur að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálráðherra ætti að segja af sér sem ráðherra og hætta þingmennsku vegna kaupa OG Capital á íbúð hans eftir að hann tók sæti sem menntamálaráðherra. Þetta skrifar Páll í grein í Fréttablaðinu í dag. „Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling,” skrifar hinn fyrrverandi útvarpsstjóri. Hann segir hins vegar að pólitíska spillingin felist í því að sá sem naut fyrirgreiðslu ráðherrans sé sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans. „Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.” Illugi leigir nú íbúð sína við Ránargötu af Herði Harðarsyni, stjórnarformanni Orku Energy ehf. Íbúðin, var keypt á 53,5 milljónir króna samkvæmt ársreikningi OG Capital. Samkvæmt ársreikningnum kemur einnig fram að félagið hafi tekið yfir lán að verðmæti 34,5 milljónir króna og tekið nýtt lán upp á 28 milljónir. Kaupin á íbúð Illuga virðast hafa verið einu umsvif fyrirtækisins á undanförnum árum. „Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra,” skrifar Páll. „Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.”Grein Páls í heild sinni má lesa hér í Skoðun á Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47 Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48 Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Orku segir félagið í eigu íslenskra aðila Illugi sagði á Alþingi að félagið væri ekki í eigu íslenskra aðila heldur aðila búsetta erlendis. 29. apríl 2015 10:47
Illugi greindi ekki frá viðskiptunum þrátt fyrir að vera spurður DV spurði að því hvort Illugi Gunnarsson og Haukur Harðarson væru viðskiptafélagar. 28. apríl 2015 09:48
Illugi seldi eigin félagi íbúðina Átti OG Capital þegar hann segist hafa gert kaupsamning vegna íbúðarinnar. Félagið var svo selt stjórnarformanni Orku Energy um í lok árs 2013. 28. apríl 2015 14:22