Grunnlífeyrir í grannlöndunum margfalt hærri Björgvin Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun