Skipuleggjanda Druslugöngunnar var hópnauðgað: „Það skiptir miklu máli að segja frá“ Bjarki Ármannsson skrifar 23. júlí 2015 21:30 „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Vísir „Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015 Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
„Það er ótrúlegur léttir að segja frá,“ segir Eva Brá Önnudóttir, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, sem glímt hefur við áfallastreituröskun í kjölfar hópnauðgunar. Evu var nauðgað af þremur mönnum fyrir ekki svo löngu síðan og hún segist enn bera ósýnilega áverka ofbeldisins sem hún varð fyrir. „Ég get til dæmis ekki hlustað á tónlist þegar ég er ein heima,“ segir Eva Brá. „Ef einhver gengur framhjá húsinu mínu þegar ég er að hlusta á tónlist, þá slekk ég svo enginn heyri að ég sé heima. Bara núna í þessari viku hafði nágranni minn læst sig úti og var að banka á gluggann minn en ég fór í svo mikið „panic-mode“ að ég skreið bara í sturtu og þorði ekki að kíkja út.“ Eva lýsti reynslu sinni af áfallastreituröskun í Facebook-færslu sem vakið hefur mikla athygli í dag. Með færslunni birtir hún myndir af mari á fótleggjum sínum sem hún segist hafa fengið við að þrýsta fótum sínum saman í svefni vegna martraða tengdum áfallastreituröskuninni. Hún segir aukna umræðu um kynferðisofbeldi, fyrst og fremst með Druslugöngunni og Beauty Tips-byltingunni svokölluðu, ástæðuna fyrir því að hún þori nú að segja frá því að henni hafi verið nauðgað, en þar til í dag vissu aðeins nánustu vinir Evu af því. „Fyrir mánuði hefði ég örugglega ekki getað sagt frá þessu,“ segir hún. „Mér fannst mikilvægt að segja frá áfallastreituröskun, því mjög margir þolendur burðast með hana ótrúlega lengi. Hún hefur mikil áhrif á daglegt líf þitt, en það er ekkert sérstaklega mikil umræða um hana. Hvernig hún birtist, hvaða afleiðingar hún hefur.“ Til að mynda segir Eva það mjög erfitt að vera aðstandandi manneskju með áfallastreituröskun. „Nú skilur fjölskylda mín margt í hegðun minni, því þau vita hvað það var sem ég var að glíma við.“ Eva segir þrjár konur, sem allar lýsi svipaðri reynslu og hún, hafa haft samband við hana frá því að hún birti færsluna á Facebook til að þakka henni. „Mér þykir mjög vænt um það,“ segir hún. „Það sýnir hvað það skiptir miklu máli að segja frá.“ Færslu Evu Brár í heild sinni má lesa hér fyrir neðan.Fyrir ekki svo löngu síðan var mér nauðgað af þremur mönnum. (Fyrirgefðu mamma og allir hinir sem ég elska sem eru fyrst...Posted by Eva Brá Önnudóttir on 23. júlí 2015
Tengdar fréttir Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07 Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49 Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00 Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44 Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Drusluganga: Þjóðþekktir einstaklingar kalla eftir breytingu í nýju myndbandi Skipuleggjendur Druslugöngunnar birtu í dag myndbandið #drusluákall. 23. júlí 2015 14:07
Deila reynslu af nauðgunum og misnotkun: „Ég var bara sex ára“ Mikil umræða á sér stað núna inn á Facebook hópnum Beauty Tips. 29. maí 2015 13:49
Hundruð kvenna segja frá ofbeldi Íslenskar konur deila inni á Facebook-hópnum Beauty Tips reynslu sinni af kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. "Bylting“ segir ein þeirra og deilir reynslu sinni og vonast eftir að byltingin muni verða til þess að útrýma skömminni. 30. maí 2015 07:00
Dyravörður á Druslupeppi áreitti stúlkur Maðurinn er kominn á bannlista eftir að hafa beðið stúlkur að fara í sleik ef þær vildu komast inn og kallað skipuleggjendur feministatussur. 23. júlí 2015 18:44
Annasamt hjá Stígamótum í kjölfar Beauty Tips byltingarinnar "Við sjáum alveg beina tengingu við þessa miklu umræðu," segir ráðgjafi hjá Stígamótum. 6. júní 2015 19:06
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“