Lífið

Russell Brand gerði allt vitlaust með ummælum um drottninguna

Birgir Olgeirsson skrifar
Russell Brand
Russell Brand Vísir/Getty
Breski grínistinn Russell Brand náði að reita marga til reiði með ummælum sínum um Elísabetu Englandsdrottningu. Ummælin lét hann falla á Facebook-síðu sinni fyrir þremur dögum þar sem hann sagði fáránlegt að Bretar skuli vera með drottningu yfir sér.

„Við þurfum að kalla hana yðar hátign. Eins og hún sé tignarleg líkt og örn eða fjall. Hún er bara manneskja. Gömul kona með glansandi hatt, sem við borguðum fyrir.“

Þessi skrif hans hafa fengið tæplega 90 þúsund „læks“ rúmar 23 þúsund athugasemdir. Einhverjir bentu Brand á að hann væri ekki með sögulegar staðreyndir á hreinu. Hefur hann verið gagnrýndur fyrir að rifja upp fortíð Englandsdrottningarinnar þegar hún var barn þegar hann sjálfur hefur hagað sér eins og fífl sem fullorðinn maður.

Aðrir gagnrýna hann fyrir að bugta sig og beygja þegar hann sjálfur hitti drottninguna á sínum tíma og kalla hann hræsnara.  

I mean in England we have a Queen for fuck’s sake. A Queen! We have to call her things like “Your Majesty” YOUR MAJESTY!...

Posted by Russell Brand on Monday, July 20, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×