Viðskipti innlent

Fara fram á endurupptöku Al Thani-málsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson.
Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson. vísir
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa farið fram á endurupptöku Al Thani-málsins.

Telja þeir annars vegar að nýjar upplýsingar hafi komið fram sem benda til vanhæfis hæstaréttardómarans Árna Kolbeinssonar í Al Thani-málinu og hins vegar að sönnunargögn hafi verið rangt metin. Frá málinu er greint í Viðskiptablaðinu í dag.

Eins og kunnugt er voru Hreiðar og Sigurður dæmdir í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Hreiðar hlaut fimm og hálfs árs dóm í Hæstarétti og Sigurður fjögur ár. Auk þeirra voru þeir Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn stærsti hluthafi í bankanum, einnig dæmdir í fangelsi vegna málsins.

Ólafur Ólafsson hefur áður farið fram á endurupptöku málsins, einmitt á grundvelli þess að sönnunargögn hafi verið rangt metin.


Tengdar fréttir

Bankamenn berast á í betrunarvistinni

Kaupþingsmennirnir á Kvíabryggju sker sig nokkuð úr í hópi þeirra fanga sem nú eru í afplánun – ekki fer á milli mála að þeir eru talsvert betur settir en aðrir fangar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×