Skautuðu fram hjá Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum "týnast í pósti“? vísir/jón sigurður Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira