Annþór segir ekkert eðlilegt við þriggja ára rannsókn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. júlí 2015 07:00 "Öll rannsóknin er búin að ganga út á að sanna sekt okkar. Það á að rannsaka jafnt til sektar eða sýknu,“ segir Annþór Kristján Karlsson. „Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Þrátt fyrir skýrslur erlendu sérfræðinganna virðist sem saksóknari ætli að halda áfram með málið, sem er hrikalegt,“ segir Annþór Kristján Karlsson sem ákærður var ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa beitt fanga á Litla-Hrauni ofbeldi árið 2012 og leiddi til dauða hans. Bæði Annþór og Börkur hafa ávallt neitað sök. Nú þegar rúm þrjú ár eru frá andláti fangans hafa allir þeir erlendu sérfræðingar sem fengnir voru til að meta skýrslur um andlát fangans, að ósk verjenda Annþórs og Barkar, skilað niðurstöðum sínum. „Það er ekkert eðlilegt við það að rannsóknin sé búin að taka svona langan tíma. Okkur hefur þótt rosalega sárt að hafa yfir okkur ákæru fyrir að hafa myrt vin okkar sem við gerðum bara alls, alls ekki.“ Einn af íslensku sérfræðingunum komst að þeirri niðurstöðu að áverka hins látna mætti rekja til þungs höggs. „Hún sagði það vissulega, en hún sagði að þetta gæti líka verið eftir fall á einhvern hlut eða fall á gólf eða þrýstiáverki,“ segir Annþór. Niðurstaða Sidsel Rogde, prófessors í réttarmeinafræði við Háskólann í Osló, var sú að ólíklegt væri að áverkar þeir sem leiddu til dauða fangans, sem voru rifa á milta, væru tilkomnir eftir högg eða spark, þótt það væri ekki algjörlega útilokað. „Það er ekki heldur hægt að útiloka að geimverur hafi gert þetta,“ segir Annþór og bætir við að engir sjáanlegir áverkar hafi verið á hinum látna. Rodge sagði einnig að áverkarnir gætu vel hafa verið tilkomnir við endurlífgunartilraunir, sem framkvæmdar voru bæði af fangavörðum og sjúkraflutningamönnum. Þá komust tveir íslenskir prófessorar að þeirri niðurstöðu að ljóst væri af upptökum úr öryggismyndavélum á Litla-Hrauni að hinum látna hefði staðið ógn af Annþóri og Berki. Hinn látni hefði verið hræddur við þá. „Þetta atferlismat hjá þeim er alveg furðulegt. Hann talar um það hvernig við vorum með krosslagðar hendur þegar við ræddum við hann. Við Börkur töluðum við fangaprestinn um daginn og hann var með krosslagðar hendur, ekki stóð okkur ógn af honum,“ segir Annþór. David J. Cooke, prófessor í klínískri réttarsálfræði, gagnrýndi niðurstöðu íslensku prófessoranna og komst að þeirri niðurstöðu að aðferðafræði þeirra uppfyllti ekki þær kröfur sem almennt eru gerðar í réttarsálfræði. Jim Aage Nøttestad, prófessor í klínískri réttarsálfræði, var sá sem skilaði síðustu skýrslunni. Hann telur að það sé ógerlegt að sjá á upptökunni að hinum látna hafi staðið ógn af Annþóri og Berki. „Þær eru óskýrar. Það er ekki hægt að draga neina ályktun af hegðun fanganna án þess að sjá svipbrigði þeirra,“ segir hann. „Allar skýrslurnar eru á skjön við það sem er verið að ákæra okkur fyrir. Það er alveg ótrúlegt að saksóknari sjái ekki sóma sinn í því að fella niður ákæruna,“ segir Annþór og bætir við að hann hafi ekki komist í opið úrræði og verið vistaður á öryggisgangi í eitt og hálft ár vegna málsins.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira