Íbúar í Þorlákshöfn geta ekki sofið fyrir ólykt Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 2. júlí 2015 20:30 Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“ Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira
Fjölmargir íbúar í Þorlákshöfn eru orðnir langþreyttir á lyktarmengun sem berst frá hafnarsvæðinu. Í Básahrauni getur heimilisfólk ekki skilið eftir svefnherbergisgluggann opinn því þá getur það ekki sofið. Þar býr Dagbjört Hannesdóttir og fjölskylda sem vaknar upp um miðjar nætur vegna ólyktarinnar.Vakna upp um miðjar nætur „Þetta gerir mann leiðan og sorgmæddan að alltaf þegar það er sól og gott veður að við skulum sitja uppi með vonda lykt. Við höfum lent í því jafnvel síðustu sólarhringa að vakna upp um miðjar nætur við vonda lykt og þurfa að loka gluggum og hlaupa til og liggur við að byrgja glugga til að þetta komi ekki inn til okkar. Við erum orðin langþreytt á þessu ástandi. Þetta hefur verið viðvarandi í tíu ár þannig að þetta er orðið mjög þreytandi ástand.“Erfið barátta Dagbjört segir íbúa hafa uppskorið lítið í baráttu sinni. Hausaþurrkanir í bænum eru tvær. Fiskmark og Lýsi hf. Lýsi hf. hefur komið upp mengunarvarnarbúnaði sem virðist duga skammt. „Það hefur verið reynt að fara fram á úrbætur, að fá fyrirtækin til að vera með mengunarbúnað og fleira en ekkert virðist duga til. Ég vinn við hliðina á öðru fyrirtækinu og stundum þá pikkum við í þau. Þá fáum við iðulega þau svör að það sé hinu fyrirtækinu um að kenna. Það er mjög erfitt að takast á við þetta og fá einhverja niðurstöðu í þessu. Okkur finnst okkar réttur afskaplega lítill sem hér búum.“Lausn í sjónmáli Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis hefur sagst þykja það miður að íbúar Þorlákshafnar verði fyrir ónæði vegna rekstursins. Svo virðist sem lausn sé í sjónmáli en bæjarstjórnin hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjunum lóðir fyrir utan bæjarmörkin. Sveinn Steinarsson, forseti bæjarstjórnar segir kominn tíma til að flytja reksturinn. „Það hefur verið kvartað undan lykt í samfélaginu í þónokkuð mörg ár. Fyrirtæki sem lyktin kemur frá með því að setja upp búnað til þess að fanga lyktina. Það hefur ekki gengið nógu vel. Það eru lyktaráhrif og nú er komið að því að það er kominn tími til að grípa til annarra aðgerða. Starfsemi sem hefur lyktaráhrif, flytjist út úr þéttbýlinu.“
Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Bein útsending: Landskjörstjórn tilkynnir um gild framboð Sjá meira