Baldur bitinn við Fossvoginn: Fann örsmáar flugur í svefnherberginu Birgir Olgeirsson skrifar 2. júlí 2015 09:38 Baldur Guðmundsson býr við Fossvoginn og hefur fundið 37 bit á líkama sínum. Vísir/Facebook/map.is Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu. Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Enn fjölgar þeim sem hafa verið bitnir illa á suðvesturhorni landsins. Fréttablaðið greindi lúsmýi í gær sem lagðist á íbúa sumarhúsa í Kjós og í dag er greint frá nokkrum sem hafa orðið varir við mýið meðal annars í Mosfellsbæ og Grafarvogi. Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV, greinir frá því að hann hafi farið að finna fyrir einkennum bita um efri hluta líkamans í fyrradag og í gær og reyndust það vera 37 bit í heildin, þar af helmingurinn á hægri handlegg. Baldur býr á Kársnesi í Kópavogi og segist ekki hafa farið úr bænum eða svo mikið sem göngutúr í vikunni.Baldur Guðmundsson, blaðamaður á DV.Vísir/FacebookÁ Facebook-síðu sinni segist hann hafa fundið örsmáar flugur í gluggakistu svefnherbergisins. Hann ákvað að fara með þær í greiningu hjá Náttúrufræðistofnun þar sem hann hitti rauðflekkóttan mann í sömu erindagjörðum. Sá hafði verið nagaður í Hafnarfirði og hafði ekki einu sinni farið Hvalfjarðargöngin nýlega, hvað þá farið upp í Kjós. „Þið sem haldið að vargurinn nái ykkur ekki inni í svefnherberginu ættuð að endurmeta stöðuna,“ skrifar Baldur sem segir í samtali við Vísi að konan hans hafi einnig verið bitin. Hann segist ekki geta fullyrt að um lúsmý sé að ræða en tímasetningin sé grunsamleg. Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að þó sterkur grunur leiki á að skordýrið sem hefur herjað á íbúa suðvesturhluta landsins sé lúsmý þá sé ekki hægt að staðfesta það að svo stöddu. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflestar sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. „Eina sem er sameiginlegt með lúsmý og moskító er blóðþorstinn,“ segir Erling sem heldur að hugsanlega sé lúsmýið komið hingað til lands vegna hlýinda. „Þetta er frekar kaldhæðnislegt, en fólk verður bara að vona að veðrið verði ekki gott,“ segir Erling í Fréttablaðinu.
Tengdar fréttir Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44 Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06 Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Erling skordýrafræðingur kennir réttu handtökin: Svona fjarlægir þú skógarmítil Lúsmý herjar á Íslendinga. Karl Tómasson, tónlistarmaður, vaknaði upp við stungur og er illa bitinn. Erling Ólafsson skordýrafræðingur hjá Náttúrustofnun segir um nýjan landnema að ræða. Með hlýnandi veðri eru landnemarnir sífellt fleiri og Íslendingar eru hræddastir við Skógarmítilinn. Hann kennir áhorfendum réttu handtökin við að fjarlægja mítil sem hefur bitið sig fastan. 1. júlí 2015 21:44
Menn kunna engar skýringar á plágu lúsmýs í Kjósinni Erling Ólafsson skordýrafræðingur segir hingaðkomu lúsmýs á við góðan reifara – engar skýringar liggja fyrir hvers vegna plágan gaus upp beggja vegna Hvalfjarðar. 1. júlí 2015 13:06
Lúsmý bítur fleiri en sumarhúsaeigendur Ný tegund bitmýs herjar nú á fleiri landsmenn en íbúa sumarhúsa í Kjós, en þeir hafa margir hverjir verið illa bitnir síðustu daga. Fólk í Mosfellsbæ og í Grafarvogi hefur lent í bitmýinu. Erling Ólafsson skordýrafræðingur rannsakar nú málið. 2. júlí 2015 07:15