Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 10:30 Gunnar Nelson getur líka barist standandi þó han sé mun betri í gólfinu. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30
Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00
Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00