Fötin skapa konuna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 3. júlí 2015 10:30 Bækur Tapað – fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Veröld Skipta konur virkilega um karakter þegar þær skipta um fatastíl? Sú er að minnsta kosti grunnhugsunin í fyrstu skáldsögu Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, Tapað – fundið, sem kom út hjá Veröld á dögunum. Þar hverfist sagan um þau umskipti sem verða í hugsun og lífsviðhorfi lögfræðingsins Höllu Bryndísar, dragtarkonu og formanns slitanefndar íslensks banka, þegar hún tekur tösku bóhemskrar listakonu í misgripum á flugvelli í London. Og ekki nóg með það að hún breytist við það að klæðast annarrar konu klæðum, allir í kringum hana líta hana öðrum augum og hún blómstrar sem kona. Jahérnahér. Sagan, sem sumir skilgreina sem skvísubók fyrir eldri skvísur, er ansi klisjukennd: starfsframi kæfir kvenlundina og dragtir drekkja sexappílnum, það er óhugsandi að vera hamingjusöm kona þegar starfið tekur tíma frá eiginmanni og börnum, það er hamlandi fyrir lífsánægjuna að búa í Garðabæ, listsköpun er merkilegri en lögfræði og svo framvegis. Það pirrar lesandann reyndar töluvert að hnjóta um þessar stöðluðu klisjur á nánast hverri síðu en takist manni að horfa fram hjá þeim og ganga inn í söguna á hennar eigin forsendum er Tapað – fundið hin skemmtilegasta lesning. Árelía Eydís er góður stílisti og hefur fullt vald á skömmtun upplýsinga og framvindu sögunnar. Persónurnar eru reyndar hræðilega staðlaðar kvenmyndir; lífsleiða framakonan versus frjálsa listakonan sem þó hefur sína djöfla að draga, en lesandinn tekur þær í sátt eftir því sem á líður, sérstaklega listakonuna sem við kynnumst eingöngu í gegnum dagbókarskrif og er mun áhugaverðari karakter en Halla Bryndís. Spurning hvort sagan hefði ekki orðið sterkari með hana sem aðalpersónu. Kaflarnir úr dagbókinni eru að minnsta kosti það sem lesandinn hefur mestan áhuga á að sjá framhaldið á, saga lögfræðingsins er svo hræðilega fyrirsjáanleg. Sögusviðið teygir anga sína víða; Reykjavík, Garðabær, London, Cambridge og París eru sögustaðirnir og af og til er stokkið yfir í fortíð aðalpersónunnar, bæði heima á Íslandi og á flakki erlendis. Textinn rennur afskaplega vel og þótt fátt komi á óvart í framvindunni tekst höfundinum að skemmta lesandanum og láta honum líða vel við lesturinn. Tapað – fundið er sem sé dæmigerð „feelgood“-bók, sérhönnuð fyrir konur sem vilja gleyma hversdagsleikanum um stund og láta sig dreyma um annað og fjörlegra lífsmynstur. Ekkert að því.Niðurstaða: Dæmigerð skvísubók fyrir eldri skvísur, vel skrifuð og skemmtileg, en full klisjukennd til að hreyfa við tilfinningum lesandans. Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur Tapað – fundið Árelía Eydís Guðmundsdóttir Veröld Skipta konur virkilega um karakter þegar þær skipta um fatastíl? Sú er að minnsta kosti grunnhugsunin í fyrstu skáldsögu Árelíu Eydísar Guðmundsdóttur, Tapað – fundið, sem kom út hjá Veröld á dögunum. Þar hverfist sagan um þau umskipti sem verða í hugsun og lífsviðhorfi lögfræðingsins Höllu Bryndísar, dragtarkonu og formanns slitanefndar íslensks banka, þegar hún tekur tösku bóhemskrar listakonu í misgripum á flugvelli í London. Og ekki nóg með það að hún breytist við það að klæðast annarrar konu klæðum, allir í kringum hana líta hana öðrum augum og hún blómstrar sem kona. Jahérnahér. Sagan, sem sumir skilgreina sem skvísubók fyrir eldri skvísur, er ansi klisjukennd: starfsframi kæfir kvenlundina og dragtir drekkja sexappílnum, það er óhugsandi að vera hamingjusöm kona þegar starfið tekur tíma frá eiginmanni og börnum, það er hamlandi fyrir lífsánægjuna að búa í Garðabæ, listsköpun er merkilegri en lögfræði og svo framvegis. Það pirrar lesandann reyndar töluvert að hnjóta um þessar stöðluðu klisjur á nánast hverri síðu en takist manni að horfa fram hjá þeim og ganga inn í söguna á hennar eigin forsendum er Tapað – fundið hin skemmtilegasta lesning. Árelía Eydís er góður stílisti og hefur fullt vald á skömmtun upplýsinga og framvindu sögunnar. Persónurnar eru reyndar hræðilega staðlaðar kvenmyndir; lífsleiða framakonan versus frjálsa listakonan sem þó hefur sína djöfla að draga, en lesandinn tekur þær í sátt eftir því sem á líður, sérstaklega listakonuna sem við kynnumst eingöngu í gegnum dagbókarskrif og er mun áhugaverðari karakter en Halla Bryndís. Spurning hvort sagan hefði ekki orðið sterkari með hana sem aðalpersónu. Kaflarnir úr dagbókinni eru að minnsta kosti það sem lesandinn hefur mestan áhuga á að sjá framhaldið á, saga lögfræðingsins er svo hræðilega fyrirsjáanleg. Sögusviðið teygir anga sína víða; Reykjavík, Garðabær, London, Cambridge og París eru sögustaðirnir og af og til er stokkið yfir í fortíð aðalpersónunnar, bæði heima á Íslandi og á flakki erlendis. Textinn rennur afskaplega vel og þótt fátt komi á óvart í framvindunni tekst höfundinum að skemmta lesandanum og láta honum líða vel við lesturinn. Tapað – fundið er sem sé dæmigerð „feelgood“-bók, sérhönnuð fyrir konur sem vilja gleyma hversdagsleikanum um stund og láta sig dreyma um annað og fjörlegra lífsmynstur. Ekkert að því.Niðurstaða: Dæmigerð skvísubók fyrir eldri skvísur, vel skrifuð og skemmtileg, en full klisjukennd til að hreyfa við tilfinningum lesandans.
Menning Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira