Róbert vill kaupa Actavis Kjartan Atli Kjartansson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Róbert Wessman Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt. Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Róbert Wessman, forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvogen og fyrrverandi forstjóri Actavis, hefur lýst yfir áhuga sínum á að kaupa verksmiðju Actavis í Hafnarfirði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði Alvogen formlegt tilboð í verksmiðju Actavis fyrir um tveimur vikum. Actavis tilkynnti á mánudaginn að verksmiðjunni yrði lokað árið 2017 og að 300 störf myndu tapast. Róbert staðfestir við Fréttablaðið að tilboð í verksmiðjuna og sölustarfsemi Actavis hér á landi hafi verið lagt fram. „Við höfum lýst yfir áhuga á því að kaupa verksmiðjuna í Hafnarfirði en því miður hafa ekki náðst samningar. Það eru auðvitað dapurleg tíðindi ef þessi starfsemi leggst af en við teljum að hægt sé að finna rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjuna hér á landi. Við höfum enn þá áhuga á að skoða kaup á þessari starfsemi en nauðsynlegt er að einhver framleiðsla fylgi með í þeim kaupum. Við höfðum hugsað okkur að íslenski markaðurinn fylgdi með.“ Róbert varð forstjóri Actavis á árinu 1999 þá aðeins 29 ára gamall en lét af störfum árið 2008 og hefur síðan leitt alþjóðlega uppbyggingu Alvogen sem hefur byggt upp starfsemi sína hér á landi. Róbert segist vilja gera allt sem hægt sé til að tryggja áframhaldandi rekstur verkmiðju Actavis. „Við teljum að verksmiðjan geti áfram verið samkeppnishæf og viljum nýta þá miklu þekkingu og reynslu sem hefur skapast innan fyrirtækisins.“ Ásdís Ýr Pétursdóttir, sviðsstjóri samskiptasviðs Actavis, segir það stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um sögusagnir. Farið hafi verið yfir ýmsa möguleika en niðurstaðan hafi verið sú að flytja framleiðsluna til að tryggja áframhaldandi samkeppnishæfni. „Þegar svona ákvarðanir eru teknar erum við ávallt opin fyrir viðræðum við áhugasama aðila enda er í þessu tilfelli langur tími til stefnu. Ákvörðunin um flutning framleiðslunnar sem tilkynnt var um á mánudag hefur ekki áhrif á störf eða starfsemi verkmiðjunnar fyrr en fyrstu áfangar í flutningi framleiðslunnar hefjast í lok árs 2016 og fyrirhuguð lokun er ekki fyrr en um mitt ár 2017.“ Í janúar á síðasta ári tilkynnti Actavis um sölu á sjö markaðssvæðum fyrirtækisins í Vestur-Evrópu til indverska fyrirtækisins Aurobindo. Söluverð í þeim viðskiptum, samkvæmt fjölmörgum erlendum fjölmiðlum, var 30 milljónir evra, sem samsvara tæplega fjórum og hálfum milljarði króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er tilboð Alvogen álíka hátt.
Mest lesið Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira