Hvetur Grikki til að hafna samningnum Þórgnýr Albert Einarsson skrifar 2. júlí 2015 07:00 Alexis Tsipras hvetur Grikki til að neita kröfum lánardrottna sinna í von um að hægt sé að fá hagstæðari samning fyrir Grikki. nordicphoto/afp Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki. Grikkland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, hvatti grísku þjóðina í gær til að hafna skilyrðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Evrópuráðsins fyrir nýrri neyðaraðstoð í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin verður á sunnudaginn. Von hans er að í kjölfar atkvæðagreiðslunnar fáist hagstæðari samningur. Meðal krafnanna sem um ræðir má nefna nýtt virðisaukaskattkerfi og stórfelldan niðurskurð í varnarmálum. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í ávarpi sínu til þýska þingsins í gær að það yrði tilgangslaust að halda áfram viðræðum við Grikki eftir atkvæðagreiðsluna. Skoðanakannanir benda til þess að fleiri kjósi nei en já. Talið er að það gæti þýtt að Grikkir yfirgefi evrusvæðið og jafnvel Evrópusambandið. Ef fleiri kjósa já markar það líklega endalok ráðuneytis Alexis Tsipras og Syrisaflokksins. „Þeir sem segja að höfnun myndi marka endalok þátttöku Grikklands í Evrópusambandinu eru lygarar,“ sagði Tsipras um málið í gær. Hann sagði höfnun frekar setja pressu á lánardrottnana um að mæta kröfum Grikkja um sanngjarnan samning. Gamli samningurinn rann út á þriðjudag, sama kvöld og Grikkland fór í greiðslufall eftir að hafa ekki greitt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af láni, fyrst ríkja með þróað efnahagskerfi. Gríska ríkið skuldar fimmtíu og fimm sinnum meira en það íslenska samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum Seðlabanka Íslands, framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og BBC. Grikkir eru um þrjátíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar. Þannig skuldar hver Grikki um 4,3 milljónir en meðal-Íslendingurinn skuldar um 2,6 milljónir. Heildarskuldir Grikkja nema 47.371 milljarði króna en Íslendingar skulda um 861 milljarð. Verg landsframleiðsla Íslands er einnig meiri á hvern íbúa en verg landsframleiðsla Grikklands. Hér er framleiðslan um 6,7 milljónir króna á hvern íbúa en í Grikklandi um 2,4 milljónir króna. Úr þessum tölum má reikna að hlutfall skulda ríkjanna af vergri landsframleiðslu er mun hagstæðara á Íslandi. Grikkir skulda 181,7 prósent af sinni landsframleiðslu en Íslendingar 39,1 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn miðar við 110 prósent sem sjálfbært hlutfall fyrir ríki.
Grikkland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira