Þingmenn takast á um hvort ríkið hafi átt Arion og Íslandsbanka Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. janúar 2015 16:01 Vigdís þakkaði landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur. Vísir/Daníel Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram. Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, þingkona Framsóknar og formaður fjárlaganefndar, þakkaði íslensku þjóðinni fyrir að hafa tekið slaginn með framsóknarmönnum í Icesave-málinu. Tvö ár eru í dag frá því að EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu og sýknaði því ríkið af kröfu um að ríkisábyrgð væri á innlánum á þessum reikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. „Ég þakka landsmönnum fyrir kjarkinn að standa með okkur Framsóknarmönnum í gegnum tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og þora að fylgja sannfæringu sinni í skugga svæsinna hótanna, bölbæna og niðurrifs sem stjórnað var af þáverandi ráðherrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði hún í umræðum um störf þingsins.Vigdís talaði um að Steingrímur hefði einkavætt tvo banka á einni nóttu.Vísir/StefánVill rannsaka einkavæðinguna eftir hrun Vigdís sagði að hluti þessa máls skæki nú þjóðina að nýjum leik. „Einkavæðing háttvirts þingmanns Steingríms J. Sigfússonar, þegar hann var fjármálaráðherra á síðasta kjörtímabili, var framkvæmd án nokkurrar umræðu á Alþingi og án þess að breytingar hefðu verið gerðar á starfsumhverfi bankanna og annarra fjármálafyrirtækja eða lögum fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins verið breytt,“ sagði hún. Sagði hún að þessi einkavæðing hefði verið gerð án nokkurs faglegs mats, verðmats eða útboðs. „Einnig þarf að upplýsa ef og þegar farið verður í rannsókn á þessari einkavæðingu bankanna hinni seinni á hvaða forsendum sú ákvörðun var tekin að taka vald af Fjármálaeftirlitinu varðandi stofnúrsskurði byggða á neyðarlögunum og yfir í að færa valdið til þáverandi fjármálaráðherra sem færði kröfuhöfum bankanna þá á einni nóttu,“ sagði Vigdís en bætti við að hún væri ekki að ýja að því að framin hefðu verið lögbrot. Katrín bað um að forsætisráðherra og framsóknarmenn upplýstu hvenær ríkið hefði átt Arion banka og Íslandsbanka.Vísir/GVASegir ríkið aldrei hafa átt Arion og Íslandsbanka Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, kallaði eftir skýringum á þeim fullyrðingum stjórnarþingmanna að ríkið hafi einhver tíman átt Arion banka og Íslandsbanka. „Hvenær þjóðnýtti íslenska ríkið þessa banka og kröfur í þá? Hvenær? Hvenær var ríkið með eignarhald á þessum fjármálastofnunum í sínum höndum til þess að geta einkavætt þær eins og formaður fjárlaganefndar sagði hér áðan?,“ spurði hún. „Ég held að Framsóknarflokkurinn og forsætisráðherra þurfi að fara að sýna okkur það og kannski skrifa litla skýrslu um það, hvenær nákvæmlega eignarhald á þessum fjármálastofnunum var í höndum ríkisins. Því þá förum við kannski að komast eitthvað áfram í þessari umræðu,“ sagði hún og bætti við: „Þetta er algjör þvæla sem hér er haldið fram. Það er svo einfalt. Menn tala hér eins og ríkið hafi einhver tíman átt þetta. Það var bara aldrei þannig.“ Kallaði hún líka eftir að rannsókn sem Alþingi ályktaði um að láta gera á einkavæðingu bankanna í byrjun aldarinnar færi fram.
Alþingi Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira