Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í áttunda sinn | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2015 18:02 Neymar skorar annað mark sitt. vísir/getty Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Bayern München vann Barcelona 3-2 í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Sigurinn skipti þó engu því Börsungar unnu fyrri leikinn 3-0 og viðureignina samanlagt 5-3. Þetta er í áttunda sinn sem Barcelona kemst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en liðið hefur fjórum sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2011. Þýsku meistararnir byrjuðu leikinn vel og Mehdi Benatia kom þeim yfir á 7. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Xabi Alonso. Þetta var fyrsta markið sem Barcelona fær á sig síðan í fyrri leiknum gegn Paris Saint-Germain 15. apríl. Forystan entist aðeins í átta mínútur. Á 15. mínútu sendi Lionel Messi Luis Suárez í gegnum vörn heimamanna. Suárez var óeigingjarn og lagði boltann til hliðar á Neymar sem skoraði af stuttu færi. Brasilíumaðurinn var ekki hættur og á 29. mínútu kom hann Börsungum yfir eftir skyndisókn. Messi skallaði boltann inn fyrir galopna vörn Bayern á Suárez sem sendi svo þvert fyrir markið á Neymar sem lagði boltann fyrir sig með bringunni og skoraði svo með góðu skoti á nærstöngina. Þetta var sjöundi leikurinn í röð sem Neymar skorar í.Robert Lewandowski jafnaði metin í 2-2.vísir/gettyNeymar skoraði einnig í fyrri leiknum og varð þar með annar leikmaðurinn sem skorar í báðum leikjunum í átta-liða úrslitunum og báðum undanúrslitaviðureignunum í sögu Meistaradeildarinnar. Hinn er Fernando Morientes sem afrekaði það sama með Monaco tímabilið 2003-04. Eftir mörk Neymars var staða Bayern orðin nánast ómöguleg enda þurfti liðið að skora fimm mörk til að komast áfram. Bæjarar fengu fín tækifæri til að skora en Marc-André ter Stegen átti mjög góðan leik í marki Barcelona. Staðan var 1-2 í hálfleik en Robert Lewandowski jafnaði metin á 59. mínútu eftir sendingu frá Bastian Schweinsteiger. Bæjarar héldu áfram og á 74. mínútu kom Thomas Müller þeim yfir eftir sendingu frá Schweinsteiger. Þetta var sjöunda mark Müllers í Meistaradeildinni í vetur og 28. í heildina. Fleiri urðu mörkin ekki og Bayern fagnaði sigri sem dugði þeim skammt. Þetta er annað árið í röð sem lærisveinar Pep Guardiola falla úr leik í undanúrslitunum. Það kemur svo í ljós á morgun hvort það verður Real Madrid eða Juventus sem mætir Barcelona í úrslitaleiknum á Ólympíuleikvanginum í Berlín 6. júní næstkomandi.Benatia 1-0 Neymar 1-1 Neymar 1-2 Lewandowski 2-2 Müller 3-2
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira