Innlent

Stíf fundarhöld í Karphúsinu í dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi en þá lætur Magnús Pétursson af embætti.
Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi en þá lætur Magnús Pétursson af embætti. Vísir/Pjetur
Fulltrúar ríkisins og Samtaka atvinnulífsins hafa nóg að gera í samningaviðræðum í húsi ríkissáttasemjara, oft nefnt Karphúsið, í Borgartúninu í dag.

Klukkan níu í morgun hófst samningafundur Flóabandalagsins og VR með fulltrúm Samtaka atvinnulífsins. Stendur fundurinn enn yfir.

Samninganefnd Bandalags háskólamanna hittir samninganefnd ríksins klukkan 14. Þar svarar hún óformlega tilboðinu sem að barst í gær. Félagsmenn í BHM hafa verið í verkfalli frá 7. apríl síðastliðnum.

Klukkan þrjú hittast svo samninganefndir Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.


Tengdar fréttir

Hænufet í rétta átt

Formaður samninganefndar BHM segir ríkið bjóða tólf prósenta hækkun á launataxta á þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×