Þurfa staðfestingu trúfélaga vegna hijab Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:00 Konur sem vilja bera höfuðklút á vegabréfum, hijab, þurfa staðfestingu trúfélags til þess. Vísir/Stefán Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“ Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira