

"Danska landsliðið er yndi dönsku þjóðarinnar og allt sem Guðmundur segir og gerir skiptir máli.“
Guðjón Guðmundsson og Kristján Arason voru gestir Harðar Magnússonar í HM-kvöldi þar sem þeir fóru yfir sigur Íslands á Egyptalandi á HM í Katar í gær.
Íslenska landsliðið tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með þriggja marka sigri, 28-25, á Egyptalandi í dag. Íslensku strákarnir sýndu styrk og rifu sig upp eftir hörmulegan leik gegn Tékklandi. Ísland mætir annað hvort Danmörku eða Póllandi í 16-liða úrslitunum.
Guðjón Guðmundsson var ekki sáttur með þá umræðu að Egyptaland hefði leikið sér að tapa fyrir Íslandi á HM í Katar í dag.
Argentínumenn unnu frábæran sigur á Rússum í D-riðli.
Íslendingar leiða með fimm mörkum, 15-10, gegn Egyptum í lokaleik liðsins í riðlakeppni HM í handbolta í Katar.
Sérfræðingarnir í HM-kvöldi fóru yfir magnaða frammistöðu Guðjóns Vals Sigurðssonar gegn Egyptalandi.
Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag.
Dagur Sigurðsson var ánægður eftir öruggan sigur á Sádi Arabíu sem tryggðu Þjóðverjum 1. sætið í D-riðli.
"Mér fannst leikurinn þróast eins og ég átti von á. Það tók smá tíma að brjóta þá niður. Þeir eru erfiðir, spila 3-2-1 og eru hrikalega þéttir og það tók okkur smá tíma að lesa það. Svo fundum við góðar lausnir á því,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson leikstjórnandi Íslands eftir sigurinn á Egyptum í dag.
Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu.
Hornamaðurinn snjalli segir það mikinn létti að hafa unnið Egypta á HM í Katar í dag.
Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar.
Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld.
Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli.
Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni.
„Þetta var mjög erfitt. Ekki síður andlega en líkamlega,“ sagði Sverre Jakobsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.
Landsliðsþjálfaranum létt eftir sigur Íslands á Egyptalandi í kvöld.
„Þetta er frábært á eftir allt sem á undan er gengið, fyrir mót og núna. Það er frábært að vera kominn áfram miðað við hver staðan var orðin,“ sagði Arnór Atlason eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.
„Já bíddu fyrir þér. Manni líður töluvert betur í dag heldur en fyrir tveimur dögum,“ sagði glaðbeittur Vignir Svavarsson eftir sigurinn á Egyptalandi í dag.