Fór upp á hótel og grét: Fannst hún hafa brugðist Íslendingum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júní 2015 15:57 María og Ásgeir Orri voru í viðtali á Bylgjunni í morgun. Vísir/EPA „Maður var lengi að jafna sig á að komast ekki áfram,“ segir María Ólafsdóttir, söngkona, um þá upplifun að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum en komast ekki í úrslitin. Hún segist hafa fengið sjokk yfir því að komast ekki áfram. „Þetta var náttúrulega ótrúlega gaman og mikil upplifun,“ segir María sem kom ásamt Ásgeiri Orra Ásgeirssyni í Bítið í morgun. „En þetta var náttúrulega líka mikil geðveiki og maður var alveg lengi að ná sér eftir þetta.“ María tók eins og kunnugt er þátt fyrir Íslands hönd í söngvakeppninni með lagið Unbroken sem samið var af þremenningunum í hljómsveitinni StopWaitGo. Hún komst ekki upp úr seinni undanriðli keppninnar en þetta var í fyrsta sinn í átta ár sem Ísland tekur ekki þátt í úrslitakvöldi keppninnar.María var stressuð á meðan á flutningnum stóð.Vísir/EPAErfitt að fylgjast með úrslitunum af hliðarlínunni Söngkonan tók það nærri sér að komast ekki áfram. „Við fórum bara upp á hótel og grétum í smástund,“ segir hún, þó hlæjandi. „Svo héldu strákarnir og Valli ræðu og við reyndum að peppa okkur upp. Svo fórum við á keppnina á laugardaginn. Það var reyndar mjög erfitt á laugardeginum. Ég táraðist svolítið í byrjuninni á keppninni að vera ekki þarna.“En fannst henni hún vera að valda fleirum vonbrigðum en sjálfri sér? „Já, það var aðallega það. Bara, guð minn góður, Ísland er ekki að komast áfram í fyrsta skipti í mörg ár og við verðum ekki með á laugardaginn. Það var aðallega að mér fannst ég vera að bregðast strákunum í fyrsta lagi af því að þeir áttu náttúrulega lagið og svo bara Íslendingum.“Gat ekki slakað á í flutningnum Ásgeir Orri lagði orð í belg og benti á ótrúlegan árangur Íslands í keppninni á undanförnum árum en ekkert hinna Norðurlandanna hefur komist upp úr undanúrslitunum oftar en átta sinnum í röð. „Það er mjög jákvætt held ég fyrir Ísland að hugarfarið er farið frá því að það sé gaman að taka þátt og í að setja kröfur á að komast upp úr undanriðlinum.“Margir þóttust sjá talsvert stress á Maríu þar sem hún flutti Unbroken úti í Vín en hvað gerðist? Náði stressið tökum á söngkonunni ungu?„Já það gerðist bara þarna um kvöldið. Ég veit ekki hvað gerðist. Mér leið bara eins og einhver hefði stillt mér upp við vegg og miðaði á mig byssu. Án gríns.“ Hér að ofan má sjá flutning Maríu á undanúrslitakvöldinu nú í maí en fyrir neðan er flutningur hennar í úrslitum Söngvakeppninnar hér heima. Áhugavert er að bera saman atriðin þar sem greinilega má sjá mun á líðan Maríu.Hún lýsir flókinni tilfinningaflækju – blöndu af því að njóta þess að standa á sviði og taka þátt í keppninni en ná á sama tíma ekki að róa sig niður. María segir erfitt að hafa þurft að halda áfram á því augnabliki. „Eins og í miðju laginu þá var ég bara: „Guð minn almáttugur. Ég þarf að klára þetta.“ En æfingin fyrr um daginn gekk nefnilega svo vel, ég vildi óska að það hefði verið útsendingin. Það var bara spot on. En svo bara, gerðist eitthvað.“Álagið varð of mikið Ásgeir segir aðra keppendur hafa verið indæla og klappað hverjum öðrum á bakið. Hann segir keppnina hafa opnað ýmsa dyr fyrir listamennina – bæði hvað varðar Maríu sem söngkonu og StopWaitGo sem lagahöfunda. Þeir stefna á að gefa út plötu og hún kemur fram vikulega.María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín.Vísir/EPASöngkonan sem var algjörlega óþekkt áður en hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins hér á landi telur reynsluna sem stendur eftir ómetanlega. „Ég hefði aldrei viljað sleppa þessu eða neitt. Ég vildi allan tímann gera þetta en bara stressið tók yfir.“ Hún hafði ekki miklar áhyggjur af flutningnum en brá í brún þegar kom í ljós hversu þéttpökkuð dagskrá keppninnar er. „Ég var frekar róleg yfir þessu áður en við fórum út þannig. En það var bara svo mikil dagskrá þannig að maður hafði engan tíma til að pæla í hvað maður væri að fara að gera. Þegar maður kom út var bara dagskrá eftir dagskrá, endalaust af blaðaviðtölum. Maður var orðinn pínu uppgefinn.“ María væri þó tilbúinn til að taka aftur þátt í keppninni. „Þá veit maður hvað maður á að gera og hvað á ekki að gera. Ég er algjörlega óreynd, var ekkert þekkt og hafði enga reynslu einu sinni.“ Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Maður var lengi að jafna sig á að komast ekki áfram,“ segir María Ólafsdóttir, söngkona, um þá upplifun að taka þátt í Eurovision fyrir Íslands hönd í maí síðastliðnum en komast ekki í úrslitin. Hún segist hafa fengið sjokk yfir því að komast ekki áfram. „Þetta var náttúrulega ótrúlega gaman og mikil upplifun,“ segir María sem kom ásamt Ásgeiri Orra Ásgeirssyni í Bítið í morgun. „En þetta var náttúrulega líka mikil geðveiki og maður var alveg lengi að ná sér eftir þetta.“ María tók eins og kunnugt er þátt fyrir Íslands hönd í söngvakeppninni með lagið Unbroken sem samið var af þremenningunum í hljómsveitinni StopWaitGo. Hún komst ekki upp úr seinni undanriðli keppninnar en þetta var í fyrsta sinn í átta ár sem Ísland tekur ekki þátt í úrslitakvöldi keppninnar.María var stressuð á meðan á flutningnum stóð.Vísir/EPAErfitt að fylgjast með úrslitunum af hliðarlínunni Söngkonan tók það nærri sér að komast ekki áfram. „Við fórum bara upp á hótel og grétum í smástund,“ segir hún, þó hlæjandi. „Svo héldu strákarnir og Valli ræðu og við reyndum að peppa okkur upp. Svo fórum við á keppnina á laugardaginn. Það var reyndar mjög erfitt á laugardeginum. Ég táraðist svolítið í byrjuninni á keppninni að vera ekki þarna.“En fannst henni hún vera að valda fleirum vonbrigðum en sjálfri sér? „Já, það var aðallega það. Bara, guð minn góður, Ísland er ekki að komast áfram í fyrsta skipti í mörg ár og við verðum ekki með á laugardaginn. Það var aðallega að mér fannst ég vera að bregðast strákunum í fyrsta lagi af því að þeir áttu náttúrulega lagið og svo bara Íslendingum.“Gat ekki slakað á í flutningnum Ásgeir Orri lagði orð í belg og benti á ótrúlegan árangur Íslands í keppninni á undanförnum árum en ekkert hinna Norðurlandanna hefur komist upp úr undanúrslitunum oftar en átta sinnum í röð. „Það er mjög jákvætt held ég fyrir Ísland að hugarfarið er farið frá því að það sé gaman að taka þátt og í að setja kröfur á að komast upp úr undanriðlinum.“Margir þóttust sjá talsvert stress á Maríu þar sem hún flutti Unbroken úti í Vín en hvað gerðist? Náði stressið tökum á söngkonunni ungu?„Já það gerðist bara þarna um kvöldið. Ég veit ekki hvað gerðist. Mér leið bara eins og einhver hefði stillt mér upp við vegg og miðaði á mig byssu. Án gríns.“ Hér að ofan má sjá flutning Maríu á undanúrslitakvöldinu nú í maí en fyrir neðan er flutningur hennar í úrslitum Söngvakeppninnar hér heima. Áhugavert er að bera saman atriðin þar sem greinilega má sjá mun á líðan Maríu.Hún lýsir flókinni tilfinningaflækju – blöndu af því að njóta þess að standa á sviði og taka þátt í keppninni en ná á sama tíma ekki að róa sig niður. María segir erfitt að hafa þurft að halda áfram á því augnabliki. „Eins og í miðju laginu þá var ég bara: „Guð minn almáttugur. Ég þarf að klára þetta.“ En æfingin fyrr um daginn gekk nefnilega svo vel, ég vildi óska að það hefði verið útsendingin. Það var bara spot on. En svo bara, gerðist eitthvað.“Álagið varð of mikið Ásgeir segir aðra keppendur hafa verið indæla og klappað hverjum öðrum á bakið. Hann segir keppnina hafa opnað ýmsa dyr fyrir listamennina – bæði hvað varðar Maríu sem söngkonu og StopWaitGo sem lagahöfunda. Þeir stefna á að gefa út plötu og hún kemur fram vikulega.María Ólafsdóttir á blaðamannafundi í Vín.Vísir/EPASöngkonan sem var algjörlega óþekkt áður en hún tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins hér á landi telur reynsluna sem stendur eftir ómetanlega. „Ég hefði aldrei viljað sleppa þessu eða neitt. Ég vildi allan tímann gera þetta en bara stressið tók yfir.“ Hún hafði ekki miklar áhyggjur af flutningnum en brá í brún þegar kom í ljós hversu þéttpökkuð dagskrá keppninnar er. „Ég var frekar róleg yfir þessu áður en við fórum út þannig. En það var bara svo mikil dagskrá þannig að maður hafði engan tíma til að pæla í hvað maður væri að fara að gera. Þegar maður kom út var bara dagskrá eftir dagskrá, endalaust af blaðaviðtölum. Maður var orðinn pínu uppgefinn.“ María væri þó tilbúinn til að taka aftur þátt í keppninni. „Þá veit maður hvað maður á að gera og hvað á ekki að gera. Ég er algjörlega óreynd, var ekkert þekkt og hafði enga reynslu einu sinni.“
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fleiri fréttir Bjarni sveiflaði servíettunni af fögnuði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Sjá meira