Erlent

Drottningin gæti þurft að flytja úr höllinni

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Milljarða króna viðgerðir á Buckinghamhöll eru á döfinni en höllin er heimili Elísabetar Englandsdrottningar í London.
Milljarða króna viðgerðir á Buckinghamhöll eru á döfinni en höllin er heimili Elísabetar Englandsdrottningar í London. Vísir/AFP
Elísabet Englandsdrottning gæti þurft að flytja tímabundið úr Buckinghamhöll til að  rúmlega 30 milljarða króna viðgerðir geti farið fram á höllinni.

Taka þarf til hendinni í höllinni en meðal þess sem þarfnast viðgerða eru pípulagnir og rafmagnslagnir auk þess sem mublur hafa ekki verið endurnýjaðar frá árinu 1952.

BBC hefur eftir heimildarmönnum að fjarlægja þurfi umtalsvert magn asbestis úr höllinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×