Erlent

Rúmlega 800 látnir í hitabylgjunni í Pakistan

Atli Ísleifsson skrifar
Hitinn hefur víða farið upp í 45 gráður.
Hitinn hefur víða farið upp í 45 gráður. Vísir/AFP
Rúmlega 800 manns hafa nú látið lífið í hitabylgjunni sem hefur gengið yfir suðurhluta Pakistans síðustu daga.

Í frétt BBC segir að 780 hafi látist í borginni Karachi og tugir til viðbótar á öðrum stöðum í Sindh-héraði.

Yfirvöld hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki gert nóg til að takast á við ástandið í landinu.

Héraðsyfirvöld í Sindh ákváðu að gera daginn í dag að almennum frídegi í þeirri von að íbúar haldi kyrru fyrir heima.

Hitinn hefur víða farið upp í 45 gráður og hefur pakistanski herinn unnið að því að koma upp hjálparskýlum víðs vegar um héraðið.


Tengdar fréttir

Neyð vegna hitabylgju

Hitabylgjan í Pakistan hefur kostað hundruð manna lífið. Mikil reiði út í stjórnvöld og orkufyrirtæki vegna rafmagnsleysis, sem gerir illt ástand enn verra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×