Leið okkar til langlífis og offitu Óttar Snædal skrifar 24. júní 2015 11:00 Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Það liggur óþefur yfir landinu þessa dagana. Hann smýgur milli þilja og ónáðar saklaust fólk á heimilum sínum, ekki síst á nóttunni. Eins og fólk hefur örugglega getið sér til stafar fnykurinn af orðræðunni gegn kapítalismanum. Það virðist nefnilega svo að margir hafi að undanförnu snúist gegn frjálsum markaðsbúskap eða í það minnsta að andstæðingar hafi fundið skoðunum sínum frjóan jarðveg. Brjálæðislegt? Vissulega, en fréttatímar, pistlaskrif og ræðuhöld í miðbænum hafa heldur styrkt þá skoðun að undanförnu að frjáls markaður sé ekki lengur móðins, eins og hann var nú kúl fyrir hrun. Þetta er varhugaverð þróun í ljósi þess að ekkert hefur reynst eins vel og frjáls markaður í að bæta kjör fjöldans. Hrunið íslenska hefur engu um það breytt. Við erum ríkari en við upphaf aldarinnar, kaupmáttur er meiri og við lifum lengur þrátt fyrir velmegunarspikið. Klassískt er að benda á að hvergi hafa þeir fátækustu það betra en í löndum þar sem frelsi er mikið í viðskiptum en einnig má líta til þeirrar lygilegu þróunar sem orðið hefur frá iðnbyltingu, upphafi alþjóðlegs markaðshagkerfis og kapítalisma. Á þeim 200 árum sem frá eru liðin hefur mannkynið sjöfaldast að stærð á sama tíma og lífskjör hafa rokið upp. Offitan hefur tekið við af næringarskortinum og langlífi af barnadauða. Það má færa sterk rök fyrir því að hér sé slegið vindhögg, auðvitað er andstaða við iðnbyltingu 18. aldar hverfandi hér á landi. Margt ber þó að sama brunni. Síðastliðnir áratugir eru af sumum taldir misheppnuð frjálshyggjutilraun, sem aukið hafi ójöfnuð og komið illa við okkar fátækustu meðbræður og systur. Erfitt er þó að sætta það sjónarmið við framfarirnar sem við okkur blasa. Auðvitað eru snjallsímar, töfrasprotar og sushi-staðir á Akureyri mikil framför en það sem stendur upp úr eru þær milljónir jarðarbúa sem hafa brotist úr fátækt á síðustu 40 árum.Hlutfall jarðarbúa sem lifa á minna en 1 ½ dollara á dag (á föstu verðlagi) hefur fallið úr um 53% árið 1981 niðrí um 17% nú. Það samsvarar því að um 2,5 milljarðar manna hafi sloppið úr allra sárustu fátækt. Vöxtur fátækari þjóða hefur valdið því að ójafnaðarstuðullinn, GINI, fyrir mannkynið í heild hefur verið á niðurleið síðastliðin 40 ár. Minnkun fátæktar hefur verið nokkuð almenn í heiminum á þessum tíma og þó að á hverjum stað hafi hún sín sérkenni þá er eitt sammerkt í flestum ríkjum. Fátækt er nánast spegilmynd af hagvexti. Þar sem við höfum hagvöxt, höfum við minnkandi fátækt. Efnahagslegur uppgangur hvers ríkis er því von fátæka mannsins og hver réttsýn manneskja fagnar því þegar fyrirtæki færa framleiðslu sína til fátækari ríkja. Sárasti misskilningurinn varðandi frelsi í viðskiptum er að telja það harðneskjulega lífssýn að vilja láta markaðinn ráða. Líklega væri best að hætta að tala um markaðinn, hætta útgáfu allra innblaða sem bera það nafn, og vísa heldur til þess að við erum markaðurinn. Markaðsfrelsi gengur út á frjáls samskipti fólks, bæði að fólk hafi val um hvers það neytir og ekki síður að fólk fái að framleiða það sem það telur að aðrir vilji neyta. Allt gengur þetta út á samstarf án valdboðs. Við slíkt umhverfi förum við út fyrir eigin getu, verðum sem heilasellur í flóknu apparati sem enginn hefur fullkomna yfirsýn yfir eða umsjón með. Engin ein manneskja getur búið til tölvu, ekki frekar en blýant, strokleður eða strætómiða. Aðföngin koma víða að, fólk af ýmsu þjóðerni, dreift um heiminn, sérhæfir sig í mismunandi þáttum framleiðsluferlisins svo að á endanum sitjum við í raflýstu húsi og étum Snickers. Er það ekki draumurinn?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun