Fótbolti

NEC og Sandes hafa náð samkomulagi | Hannes á leið til Hollands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í leik með íslenska landsliðinu.
Hannes í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Hannes Þór Halldórsson er á leið til NEC Nijmegen, en þetta staðfesti Hannes í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Hannes mun leika sinn síðasta leik þegar Sandnes Ulf mætir Hönefoss á mánudaginn í norsku B-deildinni, en hann mun svo fljúga beint til Hollands.

„Það er frábært að samkomulag hafi náðst. Nú eru bara örfá atriði eftir og þetta ætti að vera orðið klárt um helgina," sagði Hannes í samtali við Fótbolta.net.

Hann mun fljúga til Hollands og semja við liðið, en Sandes Ulf og NEC Nijmegen hafa klárað sín mál. Einungis á Hannes eftir að hnýta nokkra lausa enda.

NEC verður nýliði í hollensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, en FH-ingurinn Kristján Gauti Emilsson er á mála hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×