Framkvæmdastjóri KSÍ hættir: Tímabært að hverfa til annarra starfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. febrúar 2015 10:43 Þórir Hákonarson hættir hjá KSÍ eftir átta ára starf. vísir/stefán Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“ Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, lætur af störfum 1. mars eftir átta ára starf hjá sambandinu. Þetta kemur fram í pistli hans á vefsíðu KSÍ þar sem hann segir nú tímabært að hverfa til annarra starfa og rétt sé að stíga þetta skref á þessum tímapunkti. „Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð,“ segir Þórir. Framkvæmdastjórinn segist ætla að skipta alveg um vettvang en þakkar öllum þeim sem hann hefur átt samstarf við í starfi sínu hjá KSÍ.Pistill Þóris: „Undirritaður hóf störf hjá KSÍ á vordögum 2007 og hef ég átt gríðarlega ánægjulegt samstarf við alla er koma að hreyfingunni á þessum árum sem framkvæmdastjóri. Mikið og gott starf hefur verið unnið á þessum tíma og er ekki síst að þakka kraftmiklum aðildarfélögum og viðleitni þeirra og starfsmanna þeirra til að gera íslenska knattspyrnu enn betri. Það eru ákveðin tímamót í íslenskri knattspyrnu, landslið okkar standa vel og vekja athygli og eftirtekt um víða veröld, fjárhagur sambandsins stendur traustum fótum og vonandi enn betur á næstu misserum og árum, reksturinn er í föstum skorðum og við höfum sífellt verið að leita leiða til þess að gera starf okkar enn betra. Á þessum tímamótum og í kjölfar vel heppnaðs ársþings 2015 hef ég ákveðið að láta af störfum sem framkvæmdastjóri sambandsins frá og með 1. mars n.k. en ég hef íhugað að skipta um vettvang frá því seint á síðasta ári og tel að nú, í upphafi nýs starfsárs , sé rétt að stíga þetta skref. Ég tel að íslensk knattspyrna standi enn betur en hún gerði þegar ég hóf störf en fjölmargir aðilar eins og áður segir, aðildarfélög, starfsmenn og stjórn sambandsins, þjálfara og aðrir hafa unnið hörðum höndum að því að koma okkur á þann stall sem raun ber vitni og ég kveð því nokkuð stoltur af því starfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum. Það er því tímabært hverfa til annarra starfa eftir ánægjuleg 8 ár í hreyfingunni. Ég lít svo á að ég muni ekki segja alfarið skilið við knattspyrnuna, áhuginn á íþróttinni er til staðar og engu minni en áður og ég mun örugglega hitta mörg ykkar á vellinum um ókomna tíð. Ég vil þakka öllum þeim sem ég hef kynnst í gegnum starf mitt góð viðkynni, samstarf mitt við stjórn og starfsfólk, forystumenn aðildarfélaga, leikmenn og þúsundir stuðningsmanna sem ég hef verið í miklum samskiptum við, hefur verið með miklum ágætum og ég vonast auðvitað eftir góðum samskiptum hér eftir sem fyrr þrátt fyrir að ég hverfi nú af þessum vettvangi. Vil jafnframt þakka gott samstarf við fjölmiðla sem eru afar þýðingarmiklir fyrir starf allra þeirra er koma að íþróttahreyfingunni og ber að virða þau störf. Sjáumst á vellinum, áfram Ísland Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ.“
Íslenski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Sjá meira