Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Guðrún Nordal skrifar 26. september 2015 07:00 Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga, ef við ætlum að gera íslenskunni kleift að spjara sig í þeirri tæknibyltingu sem við nú lifum. Úlfar Erlingsson frá Google talaði skorinort að þessu leyti í viðtali á Rás 2 í Helgarútgáfunni þann 13. september. Það gerðu einnig margir frummælendur um málið á ársfundi Árnastofnunar í maí síðastliðnum, eins og m.a. Ólafur Sólimann hjá Apple, og nú nýverið heyrði ég Orra Hauksson, forstjóra Símans, lýsa því yfir að breytingarnar gerðust á slíkum ógnarhraða að glugginn sem enn væri opinn fyrir íslenskuna til að smokra sér inn í framtíðina og nettengdu heimilistækin myndi einfaldlega lokast eftir um fimm ár. Þegar við ræðum íslenska tungu örlar stundum á verndarhyggju og oflæti. En ekkert er jafn fjarri sjálfu móðurmálinu. Íslenskan hefur aldrei dafnað innan verndarmúra; hún hefur breyst með okkur sjálfum og í samræðu við önnur tungumál. Hún er einfaldlega okkar daglega mál, eins og Guðmundur Andri Thorsson lýsti svo vel í mánudagsgrein sinni þann 21. september. Þegar við lesum og notum orðin sem hafa slípast í okkar eigin munni tengjumst við sögu og minningu kynslóðanna, landinu sjálfu, veðrinu, gleði og sút – en hún flytur okkur ekki síður til annarra landa. Hún var í farangri vesturfaranna og á hverjum degi fangar hún sköpun okkar og reynslu. Nú lifum við hinsvegar alveg nýja tíma. Íslensk tunga þarf vængi til að fljúga inn í heim tækninnar. Sá heimur krefst þess að við tölum við snjallsímana, bílana okkar, ísskápa og kaffivélar – ekki síður en við hvert annað í tölvunum sjálfum; en hann opnar málinu líka ónumin lönd. Viljum við þá tala íslensku? Eða verður til ný stéttaskipting í þessu landi þegar þeir sem kunna ensku ekki nægilega vel verða málstola frammi fyrir heimilistækjunum sínum?Við höfum fimm ár Verkefnið sem við nú stöndum frammi fyrir snýst ekki um málvernd, það snýst um landnám. Aðrar þjóðir hafa staðið í svipuðum sporum og brugðist við á einn veg; með því að fjárfesta í eigin móðurmáli, í þróaðri máltækni, talgervlum og alls kyns þýðingatólum sem opna móðurmál þeirra jafnt fyrir ensku sem og öðrum tungum. Það er í hendi okkar kynslóðar, þeirra sem nú sitja á þingi og bera ábyrgð á fé almennings, hvort okkur takist að gera íslenska tungu fleyga um himinhvolf tækninnar. Við höfum fimm ár. Við vitum nákvæmlega hvað þarf að gera. Nefnd um notkun íslensku í stafrænni upplýsingatækni skilaði mennta- og menningarmálaráðherra greinargerð í lok síðasta árs sem birt er á vef ráðuneytisins. Þar eru verkefnin rakin, hve langan tíma þau taka ásamt drögum að kostnaðaráætlun. Við þurfum að fjárfesta um hálfan annan milljarð til að gera íslenskuna fullfleyga í þessum nýja heimi. Það svarar um 300 milljónum á ári næstu fimm árin. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú liggur fyrir er lagt til að 30 milljónum verði varið í svokölluð máltækniverkefni. Nú spyr ég okkar ágætu þingmenn og ráðherra: höfum við efni á því gera ekki betur? Tíminn er að renna frá okkur. Höfum við efni á því að glata tungunni og þeirri menningarlegu fjölbreytni sem hún geymir? Það getur verið gæfumunur á 30 og 300 milljónum.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun