Sjonni Brink í Eurovision í Litháen Freyr Bjarnason skrifar 31. janúar 2015 09:00 Sigurjón Brink kemur við sögu í undankeppni Eurovision í Litháen. Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen. Eurovision Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Lag sem Sigurjón Brink söng skömmu áður en hann lést tekur núna þátt í undankeppni Eurovision í Litháen. Íris Hólm og Daði Georgsson sendu fyrir nokkru lagið Sound of Colors inn í keppnina. Það er komið í gegnum tvær undankeppnir og brátt kemur í ljós hvort það tekur þátt í lokakeppninni. Enn eru níu lög eftir í pottinum. „Það er magnað að þremur árum eftir að hann lést sé hann enn þá að flytja lag í Eurovision,“ segir Daði, sem samdi lagið ásamt Írisi og dönskum og sænskum meðhöfundum. Demóútgáfa Sjonna var fyrst notuð í keppninni en svo tóku aðrir flytjendur frá Litháen við keflinu og sungu lagið. Á næstu dögum kemur í ljós hvort lagið kemst lengra í keppninni. Reglurnar í hinu litháíska Eurovision eru óhefðbundnar þar sem flytjendur keppa annars vegar og lögin hins vegar. Daði og Íris sendu lagið fyrst inn í íslensku og dönsku undankeppni Eurovision árið 2009 en það komst ekki að. „Útgáfan sem við sendum fyrst var sungin af Írisi. Svo fékk ég Sjonna til að syngja það síðar og þá varð það allt annað. Íris er frábær söngkona en það passaði Sjonna miklu betur,“ segir Daði. Skömmu eftir að Sjonni hljóðritaði lagið fór hann heim til sín og kláraði lagið Aftur heim, sem vann Eurovision á Íslandi 2011.Hér er hægt að taka þátt í netkosningu í undankeppninni í Litháen.
Eurovision Tónlist Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira