Segir tilboð Bauhaus á grillum hlægileg Ingvar Haraldsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. júní 2015 15:05 Auglýsing Bauhaus á grillum hefur vakið athygli. vísir/pjetur „Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“ Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
„Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“
Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira