Keflavíkurflugvöllur tekur breytingum: Nýtt verslunarrými opnar formlega á föstudag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 9. júní 2015 11:15 Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum mynd/keflavíkurflugvöllur Vinnu við nýtt og endurbætt verslunarrými í Keflavíkurflugvelli lýkur formlega á föstudag. Unnið hefur verið að því að stækka svæðið og fjölga veitingastöðum og verslunum frá lokum síðasta árs. Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. Veitingarekstur er nú höndum Joe and the Juice, samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardére Services, sem munu halda áfram rekstri veitingastaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.Gert er ráð fyrir að farþegar verði fjórar og hálf milljón í ár, en tuttugu flugfélög koma til með að fljúga um völlinn í sumar.Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætist tískufataverslun rekin af Airport Retail Group og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardére Services. Farþegafjöldi níutíufaldast Flugstöðin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Það stafar af auknum farþegafjölda, sem hefur níutíufaldast frá árinu 1958 þegar farþegar voru um 44 þúsund talsins. Árið 2014 voru farþegar rétt tæpar fjórar milljónir en gert er ráð fyrir að þeir verði fjórar og hálf milljón í ár, en alls munu tuttugu flugfélög fljúga um völlinn í sumar. Í ljósi þessarar miklu farþegaaukningar telja rekstraraðilar þörf á enn frekari breytingum.Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans.Tvöfalt stærri flugstöð Nú þegar eru hafnar stækkunarframkvæmdir bæði á komusal og suðurhluta flugstöðvarinnar, samtals um sex þúsund fermetrar. Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans. Þá gerir áætlunin meðal annars ráð fyrir að á þessum 25 árum muni stærð flugstöðvarinnar tvöfaldast og ný norður-suður flugbraut lögð vestan við flugvöllinn. Skipulag þróunarætlunarinnar er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila sem beðnir eru um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunarætlun sem kynnt verður í september.Joe and the juice mun sjá um veitingarekstur. Eftir miklar framkvæmdir hafa matsölustaðirnir Nord Mathús, Joe & the Juice, Segafredo og Loksins bar opnað dyr sínar á...Posted by Keflavik International Airport on 16. maí 2015 Ný tískufataverslun var opnuð í flugstöðinni í maí. Það var mikið um dýrðir þegar splunkuný og glæsileg tískuvöruverslun opnaði í flugstöðinni á dögunum. Innréttingar...Posted by Keflavik International Airport on 22. maí 2015 Segafredo kaffihús hefur einnig verið opnað. Kaffihús Segafredo opnaði nýlega í flugstöðinni en þar má meðal annars gæða sér á gómsætum ís, framleiddum á Íslandi úr ...Posted by Keflavik International Airport on 27. apríl 2015 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Vinnu við nýtt og endurbætt verslunarrými í Keflavíkurflugvelli lýkur formlega á föstudag. Unnið hefur verið að því að stækka svæðið og fjölga veitingastöðum og verslunum frá lokum síðasta árs. Breytingarnar koma til með að skila flugvellinum auknum leigutekjum. Veitingarekstur er nú höndum Joe and the Juice, samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardére Services, sem munu halda áfram rekstri veitingastaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.Gert er ráð fyrir að farþegar verði fjórar og hálf milljón í ár, en tuttugu flugfélög koma til með að fljúga um völlinn í sumar.Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætist tískufataverslun rekin af Airport Retail Group og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardére Services. Farþegafjöldi níutíufaldast Flugstöðin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Það stafar af auknum farþegafjölda, sem hefur níutíufaldast frá árinu 1958 þegar farþegar voru um 44 þúsund talsins. Árið 2014 voru farþegar rétt tæpar fjórar milljónir en gert er ráð fyrir að þeir verði fjórar og hálf milljón í ár, en alls munu tuttugu flugfélög fljúga um völlinn í sumar. Í ljósi þessarar miklu farþegaaukningar telja rekstraraðilar þörf á enn frekari breytingum.Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans.Tvöfalt stærri flugstöð Nú þegar eru hafnar stækkunarframkvæmdir bæði á komusal og suðurhluta flugstöðvarinnar, samtals um sex þúsund fermetrar. Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans. Þá gerir áætlunin meðal annars ráð fyrir að á þessum 25 árum muni stærð flugstöðvarinnar tvöfaldast og ný norður-suður flugbraut lögð vestan við flugvöllinn. Skipulag þróunarætlunarinnar er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila sem beðnir eru um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunarætlun sem kynnt verður í september.Joe and the juice mun sjá um veitingarekstur. Eftir miklar framkvæmdir hafa matsölustaðirnir Nord Mathús, Joe & the Juice, Segafredo og Loksins bar opnað dyr sínar á...Posted by Keflavik International Airport on 16. maí 2015 Ný tískufataverslun var opnuð í flugstöðinni í maí. Það var mikið um dýrðir þegar splunkuný og glæsileg tískuvöruverslun opnaði í flugstöðinni á dögunum. Innréttingar...Posted by Keflavik International Airport on 22. maí 2015 Segafredo kaffihús hefur einnig verið opnað. Kaffihús Segafredo opnaði nýlega í flugstöðinni en þar má meðal annars gæða sér á gómsætum ís, framleiddum á Íslandi úr ...Posted by Keflavik International Airport on 27. apríl 2015
Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira