Veitingarekstur er nú höndum Joe and the Juice, samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardére Services, sem munu halda áfram rekstri veitingastaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.

Farþegafjöldi níutíufaldast
Flugstöðin hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Það stafar af auknum farþegafjölda, sem hefur níutíufaldast frá árinu 1958 þegar farþegar voru um 44 þúsund talsins. Árið 2014 voru farþegar rétt tæpar fjórar milljónir en gert er ráð fyrir að þeir verði fjórar og hálf milljón í ár, en alls munu tuttugu flugfélög fljúga um völlinn í sumar. Í ljósi þessarar miklu farþegaaukningar telja rekstraraðilar þörf á enn frekari breytingum.

Nú þegar eru hafnar stækkunarframkvæmdir bæði á komusal og suðurhluta flugstöðvarinnar, samtals um sex þúsund fermetrar. Ný þróunaráætlun til ársins 2040 er í mótun og mun hún taka á öllu skipulagssvæði flugvallarins og nærumhverfi hans. Þá gerir áætlunin meðal annars ráð fyrir að á þessum 25 árum muni stærð flugstöðvarinnar tvöfaldast og ný norður-suður flugbraut lögð vestan við flugvöllinn.
Skipulag þróunarætlunarinnar er unnið í samstarfi við hagsmunaaðila sem beðnir eru um að koma með innlegg í þá vinnu sem framundan er við mótun endanlegrar tillögu að þróunarætlun sem kynnt verður í september.