Önnur hver kona kynferðislega áreitt við vinnu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. júní 2015 09:00 Steinunn segir margar niðurstöðurnar sláandi. VÍSIR/STEFÁN „Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“ Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
„Þessar nýjustu rannsóknir staðfesta að kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er vandamál alls staðar [á Norðurlöndunum],“ segir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. Starfsgreinasambandið ásamt systursamtökum sínum á Norðurlöndunum stóð fyrir ráðstefnu um kynferðislega áreitni innan veitinga-, hótel-, og ferðaþjónustunnar í gær. Í tilefni af því lét Starfsgreinasambandið vinna fyrir sig rannsókn um viðfangsefnið.Að mati Drífu er það öryggismál að sporna gegn kynferðislegri áreitni.Fréttablaðið/GVA„Þessi rannsókn er kannski ákveðinn upphafspunktur í þessum málaflokki og það er mikil vinna fram undan við að sporna við kynferðislegri áreitni. Þetta er auðvitað öryggismál á vinnustaðnum líkt og að á byggingarsvæðum ganga starfsmenn með öryggishjálma,“ segir Drífa. „Það er mikilvægt að vekja fólk til umhugsunar og setja málið á dagskrá, til dæmis með rannsókn af þessum toga. Það er ljóst að ábyrgð atvinnurekenda er mikil en líka stéttarfélaganna þar sem við berum ábyrgð á trúnaðarmannakerfinu.“ Steinunn Rögnvaldsdóttir, félags- og kynjafræðingur og höfundur rannsóknarinnar, segir að í ljós komi margar sláandi upplýsingar. „Konur eru líklegari til að upplifa röskun á sinni öryggistilfinningu í starfi en karlar,“ segir Steinunn en niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að 43,4 prósent kvenna segja áreitnina hafa haft mjög eða frekar mikil áhrif á öryggistilfinningu sína á móti 0 prósentum karla. Þá segja 70 prósent karla sem hafa orðið fyrir áreitni að það hafi haft mjög lítil eða engin áhrif á öryggistilfinningu þeirra. „Þetta snýst um vald. Reynsluheimur kvenna er þess eðlis að það hallar á þær á fleiri stöðum, til dæmis í gegnum launamun kynjanna, kvennastörf eru minna metin og síðan í gegnum kynferðislega áreitni.“ Þá eru konur líklegari til að verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu yfirmanna en karlar, sem verða frekar fyrir áreitni af hálfu viðskiptavina. Áreitni af hálfu yfirmanna hefur meiri áhrif á öryggistilfinningu að mati Steinunnar.Rannsóknin gefur til kynna að önnur hver kona hafi orðið fyrir áreitni.„Samstarfsmenn og yfirmenn eru líklegri til að umgangast þann sem verður fyrir áreitninni en viðskiptavinir yfirgefa staðinn. Slíkt veldur vanlíðan og hefur mikil áhrif á öryggistilfinningu í starfi,“ segir hún. Þá telur hún eftirtektarvert hve margir verða fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu viðskiptavina. „Hvað er það í siðferði okkar samfélags sem segir okkur að það sé bara í lagi að beita þjónustufólk kynferðislegri áreitni?“ Hún veltir fyrir sér hvort hjarðhegðun skapi gerendur. „Þetta er mikilvæg spurning en við vitum ekkert um gerendur í þessum málum. Þó að það sé gott að rannsaka þolendur þá þarf líka að rannsaka gerendur. Hverjir eru þeir? Hver eru þeirra mótíf?“ spyr hún en bendir á að það sé ef til vill erfitt að rannsaka þann þátt. „Maður er varla að fara að biðja fólk að rétta upp hönd ef það hefur áreitt einhvern kynferðislega. Það yrði engin geggjuð svörun í því. Engu að síður þarf að setja meira púður í það.“
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent