Lífeyrissjóðirnir þurfa rýmri heimildir en áætlun stjórnvalda um losun hafta leyfir Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2015 13:26 Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir. Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishaft gott fyrsta skref varðandi lífeyrissjóðina. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna í útlöndum eru nú um 24 prósent en þyrftu að vera á bilinu 40 til 50 prósent að mati lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjárfestar á Íslandi en þeir hafa eins og aðrir þurft að una við gjaldeyrishöft allt frá því undir lok árs 2008. Samkvæmt þeirri áætlun sem stjórnvöld kynntu í gær munu lífeyrissjóðirnir fá að fjárfesta í útlöndum fyrir um 10 milljarða króna á ári. Þórey S. Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða segir aðgerðir stjórnvalda fela í sér jákvætt skref. „Þetta er sú fjárhæð sem talin er nægja til að halda í horfinu. En hins vegar til að auka hlutfall erlendra eigna er nauðsynlegt að vera með stærri og rýmri heimildir fyrir lífeyrissjóðina til að fjárfesta,“ segir Þórey. Hins vegar skilji hún aðgerðir stjórnvalda þannig að heimildir sjóðanna muni verða rýmri þegar fram líði stundir. Öll skref til losunar hafta sé af hinu góða. „Það er nauðsynlegt fyrir lífeyrissjóðina að dreifa áhættunni og getað fjárfest í útlöndum. Ekki bara vera með alla áhættuna á íslenskt hagkerfi,“ segir Þórey. Erfitt sé að svara því hver fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna í útlöndum sé mikil. Það sé metið af sérfræðingum hverju sinni hvert hlutfallið eigi að vera. „Núna er það mjög lágt í samanburði við erlenda lífeyrissjóði. Það var um 24 prósent af eignunum um síðustu áramót. Margir telja að það ætti að vera á bilinu 40 til 50 prósent,“ segir Þórey. Gjaldeyrishöftin hafa m.a. orðið til þess að lífeyrissjóðirnir eru orðnir mjög stórir í íslenskum fjárfestingum og eiga hlut í fjölmörgum fyrirtækjum. Sumir telja þá jafnvel of ráðandi um verð hlutabréfa og annarra fjárfestingakosta.Mun þetta létta á þrýstingi á innlenda markaðnum og gera hann eðlilegri? „Ég myndi ætla að það væru afleiðingarnar. Það er ljóst að hagsmunir lífeyrissjóðanna fara alveg saman við hagsmuni almennings. Því lífeyrissjóðirnir eru bara almenningur í landinu. Vinnandi fólk,“ segir Þórey S. Þórðardóttir.
Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira