Rory McIlroy kláraði dæmið á Wells Fargo meistaramótinu 17. maí 2015 23:35 McIlroy fær ekki nóg af því að sigra. Getty Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Rory McIlroy sigraði á sínu þriðja atvinnugolfmóti á árinu en hann hafði mikla yfirburði á Wells Fargo meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. McIlroy lék hringina fjóra á Quail Hollow vellinum á 21 höggi undir pari og sigraði að lokum örugglega með sjö högga mun en Webb Simpson og Patrick Rodgers deildu öðru sætinu á 14 höggum undir pari. Lykillinn að sigri McIlroy var án efa stórbrotin frammistaða hans á þriðja hring í gær þar sem hann setti vallarmet og kom inn á ellefu höggum undir pari. Það kom svo á daginn að enginn gat gert atlögu að Norður-Íranum magnaða á lokahringnum í kvöld sem hann lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Það er óhætt að segja að McIlroy sé í sínu allra besta formi þessa dagana en hann sigraði á Heimsmótinu í holukeppni fyrir tveimur vikum og hefur endað í einu af tíu efstu sætunum í síðustu sex af átta PGA-mótum sem hann hefur tekið þátt í. Hann mun þó taka sér frí frá PGA-mótaröðinni í næstu viku en ásamt honum munu margir af bestu kylfingum heims flykkjast til Englands á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum.
Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira