Fótbolti

Sara hafði betur gegn Glódísi í toppslag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sara Björk var í sigurliði í dag.
Sara Björk var í sigurliði í dag. vísir/getty
Sara Björk Gunnarsdóttir hafði betur gegn Glódís Perlu Viggósdóttur í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosengård vann 2-1 sigur á Eskilstuna.

Therese Sjögran kom Rosengård yfir á sjöundu mínútu, en Gaelle Enganamouit jafnaði metin fimm mínútum síðar fyrir Eskilstuna.

Brasilíski snillingurinn, Marta, kom Rosengård yfir fjórum mínútum fyrir hlé og staðan var 2-1, Rosengård í vil í hálfleik.

Mörkin urðu ekki fleiri í síðari hálfleik og Rosengård því enn með fullt hús stiga á toppnum. Eskilstuna datt niður í þriðja sætið eftir tapið.

Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Rosengård, en Glódís Perla Viggósdóttir spilaði einnig allan leikinn fyrir Eskilstuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×