Boris Nemtsov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra Rússlands og einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, var skotinn til bana í rússnesku höfuðborginni Moskvu fyrr í dag.
BBC greinir frá því að óþekktur árásarmaður hafi skotið Nemtsov fjórum sinnum þar sem hann var á gangi með konu nærri Kreml-höll í miðborg Moskvu.
Hinn 55 ára Nemtsov var einn helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu en hann gegndi embætti aðstoðarforsætisráðherra landsins í valdatíð Boris Jeltsín Rússlandsforseta, en hafði þar áður gegnt embætti ríkisstjóra í Nizhny Novgorod.
