Friðarstyrkur Rótarý Ólöf Magnúsdóttir skrifar 27. febrúar 2015 07:00 Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Rótarýsjóðurinn stendur fyrir umfangsmiklu mannúðar- og menningarstarfi um allan heim, í krafti hinna 1,2 milljóna meðlima Rótarý. Þörfin fyrir þetta góða starf Rótarý er mikil þar sem nýjustu tölur sýna að um 42 milljónir manna eru nú á vergangi eftir að hafa hrakist frá heimilum sínum vegna vopnaðra átaka eða ofsókna, og að 90 prósent fórnarlamba vopnaðra átaka eru óbreyttir borgarar, helmingurinn af þeim börn. Rótarýhreyfingin stendur fyrir fjölda verkefna um allan heim sem beinast að rótum átaka, þar á meðal fátækt, misrétti, aðgengi að menntun og ójafnri dreifingu gæða. Sem hluti af þessu mikla starfi við eflingu friðar og samvinnu í heiminum, hefur Rótarý staðið fyrir veitingu styrkja til meistaranáms í friðarfræðum síðan 2002. Með friðarstyrknum vill Rótarýsjóðurinn auðvelda áhugasömum eldhugum sem sýnt hafa staðfestu í mannréttindabaráttu og friðaruppbyggingu að stunda nám í friðar- og átakafræðum, og undirbúa þá þannig undir framtíðarstarf við friðaruppbyggingu og úrlausn átaka. Á hverju ári fá allt að 100 einstaklingar þennan veglega námsstyrk til að stunda eins til tveggja ára meistaranám í friðarfræðum, og stendur styrkurinn undir öllum náms-, ferða- og dvalarkostnaði. Hingað til hafa 11 Íslendingar hlotið þennan styrk, og var ég svo heppin að vera friðarstyrkþegi Rótarý 2006-2007. Styrkirnir eru ætlaðir háskólafólki sem hefur lokið fyrstu háskólagráðu og er með reynslu af alþjóðastarfi. Sex viðurkenndir háskólar í Asíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Evrópu eru í samvinnu við Rótarýsjóðinn um að bjóða upp á sérsniðnar námsbrautir í friðarfræðum.Starfsnám á vettvangi Friðarstyrkurinn er gríðarlega veglegur og því hvet ég alla áhugasama um að sækja um. Fyrir utan áhugavert nám taka styrkþegarnir þátt í árlegum friðarmálþingum sem Rótarý stendur fyrir í samstarfi við háskólana. Styrkþegarnir fara einnig allir í þriggja mánaða starfsnám á vettvangi til þess að öðlast aukna starfsreynslu. Tækifærin sem bjóðast eftir friðarstyrkinn eru mýmörg að minni reynslu, en nær rakleiðis eftir styrkinn fór ég utan í verkefni á vegum friðargæslu utanríkisráðuneytisins og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til Síerra Leóne, Georgíu, Palestínu, Srí Lanka og Pakistans. Námið, og reynslan úr starfsnáminu, nýttist mjög vel í starfi mínu á átakasvæðum, en sérstaklega stendur upp úr sú ómetanlega reynsla á námstímanum að kynnast og vinna náið með öðru fólki hvaðanæva úr heiminum sem hefur brennandi áhuga á friðar- og mannúðarmálum. Rótarý auglýsir árlega eftir umsóknum um friðarstyrkinn. Nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi og á slóðinni www.rotary.org.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun