Jón Gunnarsson vill sátt um makrílfrumvarpið Heimir Már Pétursson skrifar 18. júní 2015 13:29 Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir stefnt að því að afgreiða makrílfrumvarp sjávarútvegsráðherra út úr nefndinni í sátt. Með því verði makríllinn færður inn í fiskveiðistjórnunarkerfið sem síðan muni auðvelda heildarendurskoðun þess í sumar og haust. Atvinnuveganefnd hefur fundað í morgun um frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn makrílveiða. En ágreiningur reis á Alþingi í fyrradag um breytingartillögu sem meirihluti nefndarinnar lagði fram á frumvarpinu. Hún gengur m.a. út á að bann verður lagt við framsali og sölu á makrílkvótum í þrjú ár. Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila komu fyrir nefndina í morgun, m.a. fulltrúar smábátaeigenda sem leggjast gegn kvótasetningu á makríl fyrir smábáta. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar vill ekki spá því hvort samstaða geti tekist í nefndinni fyrir næstu viku, en afgreiðsla frumvarpsins tengist samkomulagi um þinglok. „Það liggur fyrir að við þurfum auðvitað að við þurfum að hefja vinnu í sumar við þessar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu og reyna að ná utan um það eina ferðina enn. Þetta er vinna sem nú er búin að vera í gangi í sex, sjö ár án þess að einhver niðurstaða sem víðtækari sátt gæti ríkt um hafi náðst,“ segir Jón. En Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hætti við að leggja fram frumvarp til heildarendurskoðunar á lögum um stjórn fiskveiða í vor vegna ágreinings milli stjórnarflokkanna. Jón telur best að makríllinn verði færður inn í heildarkerfi stjórnunar fiskveiða áður en menn reyni enn á ný að ná sátt um heildarendurskoðun laga um stjórn fiskveiða. „Þannig að við værum að takast á við fiskveiðistjórnunarkerfið með öllum þeim stofnum sem þar eru inni heilstætt næsta haust. Það er auðvitað það sem þetta frumvarp miðar að núna. Með afgreiðslu þess erum við í raun að færa makrílinn að því kerfi sem við búum við í öðrum stofnum. Sem er síðan verkefnið að reyna að finna einhverja framtíðarlausn á sem fyrst,“ segir Jón. Hann vilji og stefni að því að frumvarpið verði afgreitt út úr atvinnuveganefnd í sátt. „Ég er nú ekkert viss um að það náist að afgreiða það út í næstu viku. Það verður bara að koma í ljós hvernig okkur vinnst í því og hvað við þurfum að vera hér langt inn í sumarið. En það er auðvitað markmið okkar að reyna að afgreiða það í sátt og um það hafa menn verið að funda. Það verður svo að koma í ljós hvort kosið er að hafa þetta í ágreiningi áfram eða hvort menn geti náð niðurstöðu,“ segir Jón Gunnarsson.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira