„Ég vil verða besti pabbi í heimi“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júní 2015 14:00 Hermann Jónsson á TedxReykjavík Vísir/Roman Gerasymenko „Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“ Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
„Ég vil verða besti pabbi í heimi,“ sagði Hermann Jónsson á TedxReykjavík ráðstefnunni sem haldin var í Tjarnarbíói 16. Maí síðastliðinn. Hermann er er faðir Selmu Hermannsdóttur sem hefur tjáð sig opinberlega um reynslu sína af einelti og mikilvægi þess að mæta hatri með ást. Í erindi sínu sagði Hermann frá sinni stefnu sem faðir en hann ákvað fljótlega eftir að hann átti sitt fyrsta barn að verða besti pabbi í heimi. „Á hverju degi vinn ég að því að ná því markmiði, að verða besti pabbi í heimi. Það er háleitt markmið sem krefst mikillar vinnu en í mínum huga er það þess virði.“ Hann sagðist hafa þurft að skilgreina markmiðið og komst að því að hann væri ekki að ala upp barn heldur fullorðna manneskju. „Það sem ég meina með því er að allt sem ég geri á meðan barnið elst upp mun hafa áhrif á hvernig manneskja barnið mitt verður þegar það hefur vaxið úr grasi.“ Hermann sagði markmið ekki að barnið hans verði að bankastarfsmanni eða lækni, heldur að það búi að góðum gildum í framtíðinni. „Gildi sem skilgreina manneskju. Þegar ég verð grár og gamall vil ég að ég verði stoltur af þeim manneskjum sem börnin mín eru orðin.“ Hann skapaði því ímynd af þeirri manneskju sem hann vildi að barnið sitt yrði. Hann sagðist hafa gert það með því að líta á sjálfan sig og þurft að átta sig á því hvað hann gerði sjálfur vel og hvað ekki. „Eina manneskjan sem ég get í raun stjórnað er ég sjálfur en ég get haft áhrif á börnin mín. Með því að vera góð fyrirmynd sendi ég skýr skilaboð til barnanna minna,“ sagði Hermann. Hann sagði bestu leiðina til að koma þessu skilaboðum til barnanna sinna í gegnum eigin hegðun. „Ég komst að því að ég yrði að lifa lífi mínu eftir einni reglu: Allt sem ég geri eru bein skilaboð til barnanna minna. Ef ég vil að börnin mín drekki ekki, þá drekk ég ekki. Ef ég vil að börnin mín reyki ekki, þá reyki ég ekki.“
Tengdar fréttir Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Spornar gegn einelti með sögu sinni Selma Björk Hermannsdóttir vill segja sem flestum sögu sína og láta gott af sér leiða. Hún heldur fyrirlestra í skólum ásamt föður sínum. 14. nóvember 2013 09:30