Erlent

Frakkar lána Belgum hatt Napóleons

200 ár eru í dag liðin frá orrustunni við Waterloo sem fór fram þann átjánda júní 1815. Orrustan markaði endalok herveldis Napóleons Bónaparte frakklandskeisara og lágu tugþúsundir manna í valnum.  Karl bretaprins, Vilhjálmur Alexander hollandskonungur og  fleiri þjóðhöfðingjar voru viðstaddir sérstaka hátíðarathöfn í dag þar sem orrustunnar miklu var minnst. 

Napóleon sjálfur dó ekki í bardaganum heldur komst undan á flótta. Hann tilkynnti þó formlega afsögn sína í París nokkrum dögum síðar. Hattinn sem hann bar þennan örlagaríka dag fundu andstæðingar hans þó aftur á móti á nálægt vígvellinum. Hann er geymdur á safni í Frakklandi en var lánaður á Wellingtonsafnið í Belgíu í tilefni afmælisins, en safnið geymir einnig herklæði Napóleons og persónulegar eigur hans. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×