Erlent

Ætlar ekki að standa með eiginkonu sinni

Samúel Karl Ólason skrifar
Joyce Mitchell, á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm vegna aðildar að flótta tveggja fanga.
Joyce Mitchell, á yfir höfði sér allt að átta ára fangelsisdóm vegna aðildar að flótta tveggja fanga. Vísir/AFP
Eiginmaður Joyce Mitchell ætlar ekki að standa með eiginkonu sinni. Hún er sökuð um að hafa hjálpað tveimur föngum að flýja úr hámarksfangelsi í New York í Bandaríkjunum. Lögmaður mannsins segir að hann hafi rætt við konu sína í dag og að hún hafi viðurkennt að fangarnir hafi ætlað að drepa hann.

Peter Dumas, lögmaður eiginmannsins, segir að hann hafi „verið í losti“ yfir því að besti vinur hans í rúm tuttugu ár hafi mögulega komið að þessari áætlun. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vissi konan af þessu en hún segist hafa verið ósammála því, en að fangarnir hafi hótað henni.

Sjá einnig: Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef

Hjónin störfuðu bæði í fangelsinu og er talið að hún hafi liðsinnt mönnunum með því að smygla til þeirra verkfærum inni í fangelsið.

Fangarnir hafa nú gengið lausir í rúma tólf sólarhringa. Leit hefur staðið yfir frá því að upp komst um flóttann og er þeirra jafnvel leitað við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Fangelsið er þó skammt frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada, en annar fanginn hefur áður flúið til Mexíkó.


Tengdar fréttir

Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir

Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×