Nico Rosberg vann lokakeppnina í Abú Dabí Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. nóvember 2015 14:33 Nico Rosberg vann þriðju keppnina í röð í dag. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Rosberg var á ráspól og hélt forystunni mest alla keppnina. Hamilton reyndi allgt hvað hann gat, aðra keppnisáætlun þar á meðal en Rosberg var ekki í þeim gírnum að gefa fyrsta sætið upp á bátinn. Rosberg hefur aldrei áður unnið þrjár keppnir í röð. Rosberg hélt fyrsta sætinu í ræsingunni, Hamilton sat aðeins eftir og þurfti að verja stöðu sína fyrir Raikkonen og Sergio Perez.Pastor Maldonado á Lotus lenti í samstuði við Fernando Alonso á McLaren á fyrsta hring. Maldonado gat ekki haldið áfram, Alonso gat haldið áfram en þurfti nýjan framvæng. Maldonado var þó ekki um að kenna í þetta skipti. Alonso fékk refsingu, hann þurfti að keyra í gegnum þjónustusvæðið.Valtteri Bottas tók þjónustuhlé og var hleypt út í umferð á þjónustusvæðinu. Bottas braut framvænginn sinn á hægra afturdekkinu á bíl Button. Bottas þurfti að koma inn á næsta hring til að fá nýjan framvæng. Bottas fékk fimm sekúndna refsingu fyrir atvikið. Eftir fyrstu þjónustuhléin var Sebastian Vettel orðinn annar á Ferrari á milli Rosberg sem var fyrstur og Hamilton í þriðja sæti. Vettel hafði ekki stoppað en ræsti 15. og gat því valið dekk til að byrja á. Sebastian Vettel vann upp 11 sæti í dag.Vísir/Getty Vettel tók sitt fyrsta þjónustuhlé á hring 23. Hann kom út í sjötta sæti. Hann var þá kominn í góða stöðu fyrir slaginn sem koma skyldi. Hamilton gaf í um miðbik keppninnar, hann hafði mest verið rúmega sex sekúndum á eftir Rosberg. Minnst varð bilið tæp ein og hálf sekúnda. Rosberg tók þjónustuhlé á undan og var þá á ferskari dekkjum. Hamilton var á undan á brautinni en var að tapa tíma gagnvart Rosberg. Vettel fékk ofurmjúku dekkin undir á 40. hring. Hann tapaði tveimur sætum við að taka þjónustuhléið, hann þurfti að komast fram úr Daniel Ricciardo á Red Bull og Perez á Force India til að ná fjórða sætinu aftur. Hann komst þangað á hring 45. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 42, töluvert seinna en Rosberg. Hamilton gaf allt í botn og var 12 sekúndum á eftir Rosberg með 12 hringi eftir. Hamilton reyndi að vinna upp mismuninn en Rosberg svaraði þegar hann var farinn að sjá grilla í Hamilton í speglunum á beinu köflunum.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í síðustu keppni tímabilsins. Lewis Hamilton varð annar á Mercedes og Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari. Rosberg var á ráspól og hélt forystunni mest alla keppnina. Hamilton reyndi allgt hvað hann gat, aðra keppnisáætlun þar á meðal en Rosberg var ekki í þeim gírnum að gefa fyrsta sætið upp á bátinn. Rosberg hefur aldrei áður unnið þrjár keppnir í röð. Rosberg hélt fyrsta sætinu í ræsingunni, Hamilton sat aðeins eftir og þurfti að verja stöðu sína fyrir Raikkonen og Sergio Perez.Pastor Maldonado á Lotus lenti í samstuði við Fernando Alonso á McLaren á fyrsta hring. Maldonado gat ekki haldið áfram, Alonso gat haldið áfram en þurfti nýjan framvæng. Maldonado var þó ekki um að kenna í þetta skipti. Alonso fékk refsingu, hann þurfti að keyra í gegnum þjónustusvæðið.Valtteri Bottas tók þjónustuhlé og var hleypt út í umferð á þjónustusvæðinu. Bottas braut framvænginn sinn á hægra afturdekkinu á bíl Button. Bottas þurfti að koma inn á næsta hring til að fá nýjan framvæng. Bottas fékk fimm sekúndna refsingu fyrir atvikið. Eftir fyrstu þjónustuhléin var Sebastian Vettel orðinn annar á Ferrari á milli Rosberg sem var fyrstur og Hamilton í þriðja sæti. Vettel hafði ekki stoppað en ræsti 15. og gat því valið dekk til að byrja á. Sebastian Vettel vann upp 11 sæti í dag.Vísir/Getty Vettel tók sitt fyrsta þjónustuhlé á hring 23. Hann kom út í sjötta sæti. Hann var þá kominn í góða stöðu fyrir slaginn sem koma skyldi. Hamilton gaf í um miðbik keppninnar, hann hafði mest verið rúmega sex sekúndum á eftir Rosberg. Minnst varð bilið tæp ein og hálf sekúnda. Rosberg tók þjónustuhlé á undan og var þá á ferskari dekkjum. Hamilton var á undan á brautinni en var að tapa tíma gagnvart Rosberg. Vettel fékk ofurmjúku dekkin undir á 40. hring. Hann tapaði tveimur sætum við að taka þjónustuhléið, hann þurfti að komast fram úr Daniel Ricciardo á Red Bull og Perez á Force India til að ná fjórða sætinu aftur. Hann komst þangað á hring 45. Hamilton tók þjónustuhlé á hring 42, töluvert seinna en Rosberg. Hamilton gaf allt í botn og var 12 sekúndum á eftir Rosberg með 12 hringi eftir. Hamilton reyndi að vinna upp mismuninn en Rosberg svaraði þegar hann var farinn að sjá grilla í Hamilton í speglunum á beinu köflunum.Hér fyrir neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45 Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30 Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07 Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mercedes fljótastir á föstudagsæfingum Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins í Abú Dabí. Liðsfélagi hans, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. 27. nóvember 2015 15:45
Rosberg: Ég er bara fljótari núna Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð. Hann tryggði Mercedes 18. ráspólinn á tímabilinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 28. nóvember 2015 18:30
Nico Rosberg náði sjötta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes náði ráspólnum í síðustu tímatöku tímabilsins. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar. Kimi Raikkonen á Ferrari varð þriðji. 28. nóvember 2015 14:07
Renault vill ekki klára tímabilið án þess að vinna keppni Remi Taffin, framkvæmdastjóri vélamála hjá Renault segir að það verði vont að enda tímabilið án þess að vinna keppni. Aðeins ein keppni er eftir á tímabilinu. 25. nóvember 2015 22:15
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti